Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Fyrirbænastundir á þriðjudögum kl. 13:45 í safnaðarheimilinu Borgum
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonFyrirbænastundir eru á þriðjudögum kl. 13:45 í safnaðarheimilinu Borgum. Allir hjartanlega velkomnir.
Mál dagsins 2. október
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonMál dagsins verður að venju þriðjudaginn 2.okótber frá kl. 14:30-16:00. Stundin hefst með samsöng frá kl. 14:30-15:10 undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10 segir Gunnar Gylfason frá starfi KSÍ. Kaffi drukkið kl. 15:30 og stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00. Allir hjartanlega velkomnir.
Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonÆskulýðsfundir eru fyrir 8. bekk á fimmtudagskvöldum frá kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum.
Guðsþjónusta 30. september kl.11:00
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 30. september kl. 11:00. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.
Haustferð
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonÞriðjudaginn 25. september var safnaðarferð Kársnessóknar. Bessastaðir voru heimsóttir þar sem forseti tók á móti hópnum ásamt samstarfsfólki. Síðan var haldið í Viðistaðakirju þar sem freskur Baltasar voru meðal annars skoðaðar og Hörður Traustason og samstarfsfólk reiddu fram súpu. Sr. Stefán Mar héraðsprestur í Kjalarnesinesprofastsdæmi fræddi um Hafnarfjörð. Síðan var ekið um Krísuvík að Strandakirkju þar sem Guðmundur Brynjólfsson, djákni fræddi um kirkjuna. Þaðan var haldið í kaffi á veitingastaðinn Hafið bláa. Síðan var haldið heim.
Guðsþjónusta 23. september kl. 11:00
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 23. september kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Peter Máté. Sunnudagaskólinn að venju kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.
Starf fyrir börn í 1-2 bekk
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonKirkjustarf er fyrir börn í 1-2 bekk á miðvikudögum frá kl. 15:30-16:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum. Með því að senda tölvupóst á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is geta foreldrar eða forráðafólk óskað eftir því að náð sé í börn þeirra í Frístund í Kársnesskóla. Starfið hefst 26. september n.k.
Endurbætur á Kópavogskirkju
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonÆskulýðsfundir hefjast fimmtudagskvöldið 20. september kl. 20:00
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonÆskulýðsfundir fyrir 8. bekk hefjast fimmtudagskvöldið 20. september kl.20:00-21:30. Dagskrá er sniðin af þörfum þessa aldurshóp og allir hjartanlega velkomnir.
Mál dagsins þriðjudaginn 18. september kl. 14:30-16:00
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonMál dagsins verður þriðjudaginn 18. september n.k. kl. 14:30 -16:00. Stundin hefst með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Kl.15:10-15:30 flytur Elsa Haraldsdóttir, hárgreiðslumeistari erindi. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því og stundinni lýkur kl.16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.