Hugleiðing
Góðir kirkjugestir – Gleðilegt ár
Við sem erum hérsamankomin lifum í dag enn einn nýársdag. Dag sem í huga okkarer dagur upphafs og birtu,dagur ókomins tíma,dagur samveru með vinum og fjölskyldu og dagur ráðagerða og nýs lífs. Þess ertil að mynda getið í fréttum dagsins ef börn hafa fæðst á nýársnótt. Foreldrarnir fagna fæðingu þeirra og spyrja sig hvernig þau geti gefið nýfæddu barni sínu gott líf. Og við spyrjum okkur vonandi flest hvernig getum við breytt lífi okkar til hins betra? Hvað er framundan í lífi okkar, hvers óskum við okkur sjálf eða þjóðfélags okkar og jafnvel hins flókna umheims? Hvað ber nýtt ár í skauti sér?Hvað boðar nýárs blessuð sól?
En nýársdagur er líka dagur upprifjunar, við lítum tilbaka, hugsumsem oftar á þessum árstíma til látinna ástvina, söknum þeirra og minnumst með komu að leiðum þeirra. Við hugsum líka um hvað við hefðum getað gert betur á liðnu áriog við ákveðum að bæta okkuralmennt með ýmsum hætti, s.s. að hafa samband við vini og ættingja sem við höfum ekki séð lengi og að sjálfsögðu lofa sum okkar sér að leggja nú af nokkur kíló. Við ætlum almennt sagt að ná tilteknum markmiðum sem hafa verið okkur hugleikin. En við skulum vera minnug þess og jafnvel skrifa það niður hjá okkur,til að minna okkur á, eftir því sem dagarnir líða,að góð hugsun eða hugmynd er andvanda fædd án framkvæmdar.
Nýársdagur er helgidagur og kirkjur landsins fyllast af fólki til guðsþjónustu og að vanda heldur forseti Íslands á nýársdegimóttökur fyrir margvíslegt forystufólk kkar sem starfað hefur í þágu lands og þjóðar.
Áhrif kristinnar kirkju hafa ávallt verið mikil á íslenskt þjóðfélag. Siðfræði og gildi kristindómsins á Íslandi hafa í aldanna rás mótað fólk og leiðbeint í baráttunni fyrir lífinu í óblíðri náttúru. Við státum í dag af velferðarþjóðfélagi sem á fáa sína líka í veröldinni. En við vitum samt að í því leynast margir brestir sem við verðum að laga.
Við munum í ár minnast aldarafmælis fullveldis okkar sem við öðluðumst 1918 og við minntumst 500 ára afmælis siðbótar á Íslandi á liðnu ári. Þá voru jafnframt 960 ár liðin frá stofnun fyrsta biskupsstólsins á Íslandi er Ísleifur Gissurarson fyrstur lærður íslenskra manna var skipaður biskup og hóf kennslu í Skálholti. Skólahald var í Skálholti til ársins 1785. Skálholtsskóli og arftakar hans, þ.e. Hólavallaskóli, Bessastaðaskóli, Lærði skólinn og Menntaskólinn í Reykjavík hafa lagtgrundvöll að menntun þjóðarinnar, kristinni menntun, rækt íslenskrar tunguog framförum í þjóðfélagi okkar í gegnum aldir. Í dag þökkum við fyrir hversu vel hefur tekist til að skapa það velferðarþjóðfélag sem við búum við í dag. En heimsins yndi er stutt og valt og það ríður á að búa okkur vel undir framtíðina þar sem menntun okkar, góð eða slæm, mun skera úr um efnahagslega og menningarlega stöðu okkar.
Við spyrjum okkur því í dagspurningarinnarHvert fer þú?Quo Vadis? Þessi vel þekkta spurning er sett fram í 16. kafla Jóhannesarguðspjalls. Hún er sígild og á ætíð erindi við okkur. Þegar við íhugum þessa spurningu í byrjun nýs árs skulum við vera þakklát fyrir þá siðbót semtelja má að hafi orðið með okkur á haustdögum skömmu fyrir kosningar er kenna mátti meiri samkenndar meðal stjórnmálamanna okkar en í nokkurn tíma sem ég man eftir. Siðbót sem gefur okkur von um betri tíma. Vilja til að leggja af gamla ósiði og taka höndum saman um að gera sameiginlegt átak í ýmsum velferðarmálum okkar. Hætta argaþrasi og sundurgerð. Vinna saman innan stjórnar sem utan við að leysa sem flest viðfangsefni okkar. Við vonum og biðjum í dag að vel megi takast.
Geysilegar breytingar hafa átt sér stað í heiminum á undanförnum árum og sér ekki fyrir endann á þeirri tæknibyltinu sem við nú lifum.
Hugvitið er drifkraftur efnahagsframfara til framtíðar og tæknibyltingin sem nú á sér stað í heiminum leggur okkur ekki síst á herðar að mennta börnin okkar vel. Kennsla í kristinfræði á ekki að vera undanskilin í þeirri menntun.Þegar við nú hyggjumst bæta innviði íslensks þjóðfélags skulum við minnast ljóðs Einars Benediktssonar:
Það fagra sem var, skal ei lastað og lýtt,
en lyft upp í framför, hafið og prýtt.
Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja
án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt.
Þá er einnig hollt að minnast orða umbótamannsins Baldvins Einarssonar: “Það eru ekki landkostir og blíðviðri og gull og silfur og eðalsteinar, sem gera þjóðirnar farsælar og voldugar og ríkar, heldur það hugarfar eða sá andi sem býr með þjóðinni”. Hann vann þjóð sinni af heilum hug og skildi að “allt hugvit og þekking hjaðnar sem blekking sé hjartað ei með sem undir slær”. Guð gefi að okkur Íslendingum farnist nú að mæta áskorunum okkar af einlægum vilja og heilum hug og efla samkennd okkar.
Að hjartað sé með sem undir slær. Þessi orð leiða hugann að kvöldspjalli í útvarpi sem ég átti eitt sinn við Jónas Jónasson. Hann spurði mig m.a. hvað ég teldi mest hafa mótað mig og lífsskoðanir mínar. Ég svaraði, að uppeldi fósturforeldra minna, þátttaka mín í barnastarfi kirkjunnar og KFUM og kristinfræðsla í barna- og unglingaskóla hefði líklega ráðið mestu þar um. Svar mitt leiddi síðan til umræðu um kennslu í kristinfræði í skólum, þar sem ég leyfði mér að segja að ég teldi að þessari kennslu hefði mjög hrakað á Íslandi síðan ég gekk í skóla. Stefna, sem ég vildi kalla rekaldsstefnu virtist nú ríkja. Nútímakennslufræði byði, að börnin mættu sjálf velja hvort þau fengju kennslu í kristinfræði eða ekki og tregðu gætti hjá mörgum kennurum til að kenna kristinfræði, siðfræði væri ákjósanlegra kennsluefni að þeirra mati og prestar hinir gömlu lærifeður Íslendinga í gegnum aldir væru ekki auðfúsugestir til slíkrar kennslu í skólum lengur. Ég spurði hvernig börn viljum við skila samfélagi okkar og færði síðan rök fyrir því að þótt börnin lærðu ekki nema boðorðin tíu, sem væru til þess fallin að breyta hugsun og athöfn, væri siðferði kristninnar, boðskapur sem kæmi þeim að góðu í lífinu, tryggðu þau eða fjarlægðu frá syndum og ég spurði hvernig fólk ætlum við að ala upp í framtíðinni án þekkingar á a. m. k. boðorðunum. Ef svo væri ekki byði það upp á andlega fátækt.Ég held því miður að það hafi ekki orðið mikil breyting á þessu. Menntun barna er margslungið viðfangsefni og fáskipti okkar um kristilega uppfræðslu barna okkar um inntak kristninnar ersannarlega þungur dómur. Ég vil taka það fram að barnastarf kirkjunnar er frábær stuðningur við barnauppeldi heimilanna þar sem börnum er kennt að elska Guð og biðja. Rökin fyrir því að minnka kristinfræði- kennslu í skólum munu vera að okkur beri að taka tillit til annarra trúarskoðana í fjölmenningarþjóðfélagi okkar. Hvorttveggja getur þó átt samleið og virðing fyrir trú annarra þarf ekki að þýða að við leggjum okkar trúaruppfræðslu í skólum til hliðar og kennsla í kristinfræði þýðir ekki að verið sé að ófrægja aðrar trúarskoðanir eða að leggja til atlögu við þær.Á þeim umbrotatímum sem við lifum þurfum við að hafa vilja til að þroska gildi kristindómsins og þar með andlega og veraldlega velferð barna okkar, skapa þeim heilbrigð lífsviðhorf. Við getum notið efnahagslegrar velferðar utan sem innan veggja efnahagsbandalaga, en við vinnum svo afar lítið ef andleg velferð okkar sjálfra og barna okkar fylgist ekki að.
Áramótaheit mitt sem ég vann í fyrra er stutt og einfalt og fjallar um kærleikann. Ég sat í biðstofu heilsugæslustöðvar skömmu fyrir jólin 2015og á meðan ég beið þess að fá inflúensusprautu las ég í lítilli ljóðabók eftir Sigurbjörn Þorkelsson. Ég hafði engin skriffæri við hendina og lagði eitt ljóða hans á minnið. Ég vona að ég fari rétt með það:
Elskaðu á meðan þú lifir,
elskaðu fólkið þitt á meðan það lifir.
Þegar fólkið þitt er dáið er of seint að sýna því
umhyggju, virðingu og ást svo það geti notið þess.
Þetta er ekki torskilið. Vandinn er hinsvegar að temja sér daglega kærleika og umhyggju fyrir öðrum, að hjartað sé með sem undir slær. Við þekkjum öll umfjöllun Korintubréfsins um kærleikann, óðinn til kærleikans. Tileinkun okkar við kærleikann er mikilvæg og í því sambandi vil ég vitna til orða Helen Keller sem þrátt fyrir að vera bæði blind og heyrnarlaus vann sér heimsathygli fyrir störf sín:
Tilvitnun:
“Hvenær mun okkur endanlega skiljast að við erum öll skyld hvert öðru, að við eru öll sömu eindar? Þar tilandi kærleikans til náungans, án tillits til kynþáttar, litar eða trúar gagntekur veröldina, gefur lífi okkar og athöfnum gildi og við myndum bræðralag, þar til hin mikla mergð fólks fyllist ábyrgðartilfinningu hvers til annars, mun félagslegu réttlæti aldrei verða náð”. Tilvitnun lýkur.
Og ég vil færa hér fram aðra tilvitnun um kærleikann. Hún er eftir kanadíska indíánahöfðingjann Dan George sem lést 1981. Hún er svona:
“Kærleikur er eitthvað sem þú og ég verðum að eiga. Við verðum að eiga hann vegna þess að andi vor nærist á honum. Við verðum að eiga hann vegna þess að án hans verðum við máttlítil og veikburða. Sjálfstraust okkar þverr án kærleika. Djörfung okkar hverfur. Við getum ekki horft í trúfesti til heimsins. Við hverfum inn á við og förum að nærast á eigin eðlisþáttum, og smám saman eyðum við honum sjálf. Full kærleika erum við skapandi. Full kærleika höldum við óþreytandi áfram. Full kærleika og eingöngu í krafti hans getum við fórnað okkur fyrir aðra”. Tilvitnun lýkur.
Já, spurningin “Hvert fer þú?” á ætíð erindi við okkur. Skilningur okkar á spurningunni getur verið margþættur og þarafleiðandi einnig svarið. Framtíð mannkynsins er komin undir því að við finnum rétt svör við fjölmörgum spurningum, að við grundum rétt viðbrögð og framkvæmdir.Stórátaks er þörf í umgengni okkar við Móður Jörð fyrir framtíðarkynslóðir en spurningin horfireinnig til okkar sem einstaklinga og til okkar Íslendinga sem þjóðar. Við viljum öll lifa hamingjusömu lífi og tryggja afkomendum okkar þess sama. Tryggja góð lífsskilyrði á Íslandi um leið og við stuðlum að lausnum á hinum fjölmörgu vandamálum sem jarðarbúar horfast í augu við. Við lifum góðæri á Íslandi og nýverið hafa birst tölur sem spá um góðan hagvöxt á þessu ári. Hvernig viljum við nesta okkur til þess ferðalags sem líf okkar er? Hvaða gildi viljum við tileinka okkur umfram þau sem við eigum í kristilegu hugarfari – boðorðunum. Að vera sjálfum okkur trú er sjálfgefið – að aga okkur sjálf og gera alltaf okkar besta – ávinna okkur rétt til sjálfsvirðingar – beita skapandi hugsun – vera alltaf tilbúin til að læra – víkka sjóndeildarhringinn – og gleyma sjálfshyggju okkar á stundum og hugsa um velferð annarra. Við búum vel að menntun okkar og félagslegri þjónustu, en á þessum sviðum verðum við samt að gera betur – miklu betur. Hyrningarsteinn íslensks þjóðfélags í hraðvaxandi samkeppni alþjóðasamvinnu og samkeppni liggur í menntun. Við höfum reyndar staðið okkur vel. Háskóli Íslands er í fremstu röð. Hann er í 201 – 250 sæti á styrkleikalista THE af 17 þúsund háskólum í heiminum og vinnur að yfir 300 samstarfsverkefnum á ári, svo sem á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar, orkumála og ferðaþjónustu. Hann skorar næsthæst á Norðulöndum mælt í tilvitnunum í alþjóðlega viðurkenndum tímaritum þrátt fyrir að heildartekjur hans, þ.e. fjárveitingar og sértekjur séu á hvern nemanda mun lægri en í öðrum norrænum ríkjum. En við þurfum að gera enn betur í að auka skilning okkar á mikilvægi þess að rækta þau frækorn sem við eigum til að viðhalda fyrirmyndarsamfélagi og velferðarríki á Íslandi. Af nógu er að taka hvert sem við lítum. Við getum t.d. ekki sætt okkur við að fimmtungur þeirra sem bíða nánast á göngum Landspítalans eftir dvalarrými, deyi áður en þeir komast inn á viðeigandi stofnun.
Finnum þann kærleika í okkur að vinna að því að byggja hér enn betra velferðarsamfélag í anda kærleika, vináttu og jöfnuðar.
Sálmurinn “Hvað boðar nýárs blessuð sól” er afar falleg trúarjátning sem vekur okkur til umhugsunar um líf okkar og tilveru. Við skulum svara spurningunni með því að staðfesta um þessi áramót að halda áfram lífi okkar í anda trúarjátningar okkar og vinna þess heit að lifa til framtíðar í anda fagnaðarerindis Jesú um trú, von og kærleika.
Gleðilegt ár
Helgi Ágústsson, fv. sendiherra og ráðuneytisstjóri
Flutt í Kópavogskirkju við guðsþjónustu kl. 14:00 á Nýársdag 2018
Prestur: Sr. Sigurður Arnarsson.
Mál dagsins 30. janúar
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonMál dagins verður að venju þriðjudaginn 30. janúar kl.14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Stundin hefst með samsöng undir forystu Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Kl.15:10-15:30 flytur Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri erindi. Frá kl.15:30-16:00 er kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.
Tónlistarmessa 27. janúar n.k. kl.11:00
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonTónlistarmessa verður í Kópavogskirkju 27. janúar n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.
Starf fyrir börn í 1-3 bekk
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonStarf fyrir börn í 1-3 bekk hefst aftur eftir jólafrí miðvikudaginn 24. janúar n.k. kl.16:00-17:00 og er í safnaðarheimilinu Borgum. Allir hjartanlega velkomnir.
Mál dagsins 23. janúar kl.14:30-16:00
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonMál dagsins verður 23. janúar n.k. kl. 14:30-16:00. Stundin hefst að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátóva. Klukkan 15:10-15:30 heldur dr. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Læknadeild Háskóla Ísland eftirfarndi erindi „Ísland (næst)best í heimi? Það er niðurstaðan fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi miðað við önnur kerfi á heimsvísu, skv. hinu virta tímariti Lancet 2017 (http://www.thelancet.com/pdfs/journals/lancet/PIIS0140-6736(17)30818-8.pdf) Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því og stundinni lýkur kl.16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.
Mál dagsins
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonMál dagsins verður 23. janúar n.k. kl.14:30-16:00. Friðrik Kristinsson og Lenka Mátéová, leiða samsöng. Flutt er erindi kl. 15-:10-15:30. Drukkið er kaffi og með kl.15:30. Stundinni lýkur með bæn og blessun kl.16:00. Allir hjartanlega velkomnir.
Guðsþjónusta 21. janúar n.k.
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 21. janúar n.k. kl.11:00. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.
Hugvekja Halldórs Friðriks Þorsteinssonar frá 10. desember 2017
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonEftirfarandi hugvekju flutti Halldór Friðrik Þorsteinsson, í bókmenntaguðsþjuðsþjónustu í Kópavogskirkju 10. desember 2017:
Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.
Presturinn ykkar séra Sigurður sem er félagi minn frá fornu fari bað mig um að segja nokkur orð í tilefni þessarar bókmenntamessu sem kölluð er. Ég gaf nýverið út ferðasögu sem segir frá sex mánaða ferðalagi um Afríkuálfu sem ég tókst á hendur fyrir fjórum árum. Það var frá mörgu að segja eins og vænta mátti. Leiðin lá til fjórtán landa sunnan Sahara, átta landa vestanmegin álfunnar og sex landa í Austur og Suðurhlutanum. Hvað fær mann til að vilja ferðast einn um stóra álfu vítt og breitt? Það skyldi þó ekki vera forvitnin sem rekur mann áfram, undrunin yfir þessum stórkostlega heimi sem við búum í. Það eru auðvitað ákveðin forréttindi að geta það en þetta er líka spurning um val. Sumir velja að fara í framhaldsnám, ferðalög eru annar möguleiki til að mennta sig. Maður fær reyndar ekkert prófskírteini við komuna heim svo maður verður að láta sér flugmiðann nægja. Okkur Íslendingum eru ferðalög í blóð borin. Íslendingasögur segja frá tíðum ferðalögum og allar leiðir lágu til Rómar og í Grettissögur er sagt frá manni að nafni Þorbjörn sem fær viðurnefnið ferðalangur. Titill bókar minnar, Rétt undir sólinni er sóttur til annars ferðalangs, Jóns Indíafara sem sigldi um heimsins höf með skipum hans hátignar Kristjáns IV Danakonungs, þar á meðal alla leið til Indlands, meðfram Afríkuströndum drjúgan part. Og á einum stað í sinnu mergjuðu reisubók segir hann: “Þessi álfa Afríka, liggur rétt undir sólinni og hennar gangi”.
Afríka, þetta stutta seiðandi orð. Þessi stóra álfa. Sem geymir 54 lönd, hýsir 1250 milljónir íbúa svo ekki sé minnst á öll dýrin sem þar búa. Í afríku eru töluð 2000 tungumál og ættbálkarnir eru eitthvað fleiri. Þessi álfa sem er svo miðlæg á hnettinum, í næsta nágrenni Evrópu en svo fjarlæg í hugarheimi, álfan sem togar í mörg okkar en við erum samt svo smeyk við. Hvaða fyrirbæri er þetta? Við getum með sanni sagt að þetta sé fagur og auðugur landmassi á plánetunni jörð. En hvað meir? Afríka hefur mjög sérstakan sess í huga okkar, kannski helst fyrir það að hún er fæðingarálfa mannkynsins. Einstök sem slík. Og fyrir vikið vekur hún upp undrun og virðingu og margar stórar spurningar. Þegar maður stendur og horfir yfir gresjurnar í Tanzaníu þar sem dýralífið þróaðist í milljónir ára fær allt á sig guðdómlegt yfirbragð. Hér byrjaði ævintýrið hugsar maður, sem sköpunarsagan segir svo listilega frá í fyrstu Mósebók. Hafðu Guð í huga og minni, hafðu Guð fyrir augum þér, segir Hallgrímur Pétursson. Og ekki er er lotningin minni þegar maður heimsækir hana Lucy litlu á þjóðminjasafnið í Addis Ababa. Lucy er beinagrind af kvenkyns mannapa sem gekk upprétt um grundir norður Eþíópíu fyrir 3,6 milljónum ára. Hún fékk nafnið Lucy vegna þess að Lucy in the sky with diamonds var vinsælt á þessum tíma og hljómaði oft í tjaldbúðum fornleifafræðinganna. Beinagrindur þurfa nöfn eins og aðrir svo hægt sé að ávarpa þær. Lucy var lágvaxin og vóg aðeins 30 kg. Enginn veit hvernig Lucy leit út eða hvað hún hugsaði en hún var einn hlekkurinn á þróunarskeiði mannsins, einhversstaðar mitt á milli apa og manns. Eitt eilífðar smáblóm. Hvílir eins og fagurt skart undir glerborði í húsi í borg sem kennir sig við nýtt blóm, Addis Ababa.
Eþíópía er líklega það land í heiminum sem hvað flestir eru með hvað mestar ranghugmyndir um því fréttaveitur hafa hag af því að segja meira frá hörmungum en öðru fréttnæmu. Það er vissulega mikil fátækt í Eþíópíu og þar hafa orðið
alvarlegar hungursneyðir en það má líka segja frá því að fjölbreytni í landinu er eindæma mikil. Í suðurhluta landsins búa 80 þjóðir sem tala jafnmörg tungumál. Þarna mætast áhrif víða frá, Eþíópía er í krossgötum trúarbragða og verslunar. Saga kristninnar í Eþíópíu rekur sig allt aftur til 4ðu aldar og í Postulasögu Nýja Testamentisins segir frá því þegar Filippus guðspjallamaður hittir Eþíópskan hirðmann sem er að lesa Jesaja en endar með því að skírast til kristni. Eþíópía er annað fjölmennasta land Afríku, þar búa eitt hundrað milljónir, tæplega helmingur íbúa er kristinn, þriðjungur múhameðstrúar. Og það var einstök upplifun að fara í jólamessuna í Addis Ababa, þann 7da janúar sem er aðfangadagur í Eþíópíu. Eþíópíska réttrúnaðarkirkjan sækir hefðir sínar að miklu leyti til koptísku kirkjunnar í Alexandríu. Kl. átta um morguninn safnaðist fólk saman í hvítum klæðum fyrir utan hringlaga kirkju og gekk svo marga hringi kringum kirkjuna þar sem var sungið, trommað og úllað en það er sérstakt hljóð sem aðallega konurnar gáfu frá sér ótt og títt sem einhverskonar fagnaðarmerki. Því miður hef ég ekki á valdi mínu að herma efti því en það má finna á Youtube undir sögninni to Ululuate.
Annað land sem opinberaðist mér á töfrandi hátt var Gabon, land sem liggur á miðbaug með miklum regnskógum og stórfljóti sem af þeim flýtur. Ég var svo heppinn að þekkja eina Íslendinginn sem býr í Gabon, hana Díu Stephensen og með fjölskyldu hennar ferðaðist ég til þorpsins Lambarene sem guðfræðingurinn og læknirinn Albert Schweitzer ásamt konu sinni Helenu gerði að starfsvettvangi árið 1913. Um miðja síðustu öld skrifaði séra Sigurbjörn Einarsson frábæra æfisögu Schweitzers og þar má fræðast um þennan merkilega mann og konu hans sem settu á stofn spítala á fljótsbakkanum og hjúkruðu þar heimafólki með hléum í hálfa öld. Schweitzer tók með sér orgelið frá Strassborg enda einn færast organisti á sinni tíð og tónlistin sem við heyrum í dag er fléttuð af Bach og samtímatónlist frá Gabon.
Einn morguninná miðju ferðalagi, þegar ég settist upp í leigubíl í borginni Douala í Kamerún á leið í innanlandsflug, segir bílstjórinn mér í óspurðum fréttum að Nelson Mandela sé allur. Svo fylgdu nokkur stór lýsingarorð á frönsku. Stúlkan á innritunarborðinu á flugvellinum, hún Irena sagðist hafa grátið alla nóttina, hann var faðir okkar sagði hún, hann fyllti okkur stolti. Saga Nelson Mandela sem segir svo listilega vel frá í sjálfsævisögunni, “Long way to freedom”, er í hnotskurn saga Afríku síðustu 500 árin, eftir að Evrópubúar komu og rændu henni. Hún er saga manns sem var látinn dúsa blómann af æfi sinni í tukthúsi fyrir þá einu ósk að vera virtur sem manneskja til jafns við aðra. Séra Sigurbjörn Einarsson segir á einum stað í ritgerðarsafni sínu Haustdreifum: “Nú er það ein hinna furðulegu staðreynda lífsins að böl og andstreymi verða oft jákvæð reynsla”. Það var einmitt hæfileiki Mandela, að snúa andstreymi í þroska og styrk. Mandela lýsir því hvað fór um huga hans þegar hann gekk út úr fangelsinu sem sem hafði rænt hann 27 árum frá fjölskyldu og vinum: “Þegar ég gekk í áttina að fangelsishliðinu til móts við frelsið, þá vissi ég að ef að ég skildi ekki eftir hatrið og biturleikann, þá myndi ég enn vera í fangelsi þegar út kæmi”. Með öðrum orðum, honum tókst að fyrirgefa. Þannig breytti hann óréttlætinu í jákvæða reynslu og varð fyrir vikið að óumdeildum leiðtoga þjóðar sinnar. Tregðan til að fyrirgefa er oft og tíðum ein mesta hindrunin í samskiptum okkar en þegar okkur tekst að drepa hana úr dróma er hún frelsandi afl.
Blóðug nýlendusaga Afríku í bland við allskyns óáran hefur gert Afríku að nokkurs konar samvisku heimsins. Það er skiljanlegt en þá þarf að passa sig á hræsninni sem er leiðinlegur nágranni samviskunnar. Hugtakið þróunaraðstoð er eitt af þessum heilögu hugtökum sem valda oft geðshræringu í umræðu og þolir oftast nær ekki mikla umræðu. Þróunaraðstoð er flókinn málaflokkur með mörgum hliðum. Þar hafa mörg mistökin orðið og mikil sóun. Afríkubúar sjálfir hafa gagnrýnt það form sem Vesturlönd hafa almennt haft á þessari ölmusustarfsemi og frábeðið sér fjáraustur sem hefur skilað í mörgum tilfellum verri niðurstöðu en í upphafi og lent í röngum höndum. Umræða um það hvernig þróunaraðstoð er best varið er því réttmæt og nauðsynleg. En þegar maður ferðast um álfuna þá fyllist maður bjartsýni. Krafturinn í mannlífinu er mikill, álfan er ung, tæplega helmingur hennar er undir 15 ára aldri og ef það tekst að mennta ungu kynslóðina með sómasamlegum hætti þá munu lífskjör batna eins og þau hafa raunar gert umtalsvert síðustu tvo áratugi.
Afríkuútrásin sögulega, þegar mannkynið tók sig að litlum hluta upp og hélt af staðúr álfunni átti sér stað fyrir kannski 100 þúsund árum. Fámennur hópur fólks lagði upp í ferðalag, komst út úr álfunni á fjöru eða eiði og fikraði sig um gervalla jarðarkringluna mann fram af manni næstu 99 þúsund árin eða svo. Ísland og Nýja Sjáland voru síðustu tveir landnámsblettirnir á þeirri löngu vegferð. Tímans langa leið og þróunin hafði reyndar breytt útliti fólksins á leiðinni, mismikið sólarljós hafði breytt hörundslit. Öll erum við af sama meiðinum komin, þó Neanderdalsmaðurinn hafi slæðst inní genamengi okkar Evrópumanna sem nemur fjórum hundraðshlutum. En Neanderdalsmaðurinn var líka upprunninn frá Afríku, hann var af homo tegundinni sem gekk út úr Afríku 100 þúsund árum fyrr en homo sapiens en dó svo út fyrir 30 þús. árum. Þessi langa ferð mannsins vitiborna sem byrjaði í Afríku er ein óslitin atburðarrás, keðja kynslóðanna. Við erum nýjustu þátttakendurnir í henni, getum horft á hana með augum guðs sem eitt allsherjar sköpunarverk, undur sem við fáum aldrei fullskilið. Mér þykir við hæfi að enda þetta á lokaerindinu á hinu frábæra ljóði Tómasar Guðmundssonar um unga konu frá Súdan:
Og meðan kvöldljósin kynjabirtu um kristal og silki hlóðu,
og naktir armar og hrjúfir hljómar hverfðust í glitrandi móðu,
mér dvaldist við hennar dökku fegurð.
Samt dáðist ég enn meira að hinu,
hve hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu.
Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verða mun um aldir alda. Amen.
Mál dagsins hefst aftur eftir jólafrí 16. janúar
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonMál dagsins hefst aftur eftir jólafrí 16. janúar kl.14:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Að venju hefst stundin á samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Kl.15:10 heldur Ferdinand Jónsson, yfirlæknir erindi. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því og stundinni lýkur kl.16:00. Allir hjartanlega velkomnir.
Hugleiðing Helga Ágústssonar, fyrrverandi sendiherra og ráðuneytisstjóra á Nýjarsdegi í Kópavogskirkju
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonHugleiðing
Góðir kirkjugestir – Gleðilegt ár
Við sem erum hérsamankomin lifum í dag enn einn nýársdag. Dag sem í huga okkarer dagur upphafs og birtu,dagur ókomins tíma,dagur samveru með vinum og fjölskyldu og dagur ráðagerða og nýs lífs. Þess ertil að mynda getið í fréttum dagsins ef börn hafa fæðst á nýársnótt. Foreldrarnir fagna fæðingu þeirra og spyrja sig hvernig þau geti gefið nýfæddu barni sínu gott líf. Og við spyrjum okkur vonandi flest hvernig getum við breytt lífi okkar til hins betra? Hvað er framundan í lífi okkar, hvers óskum við okkur sjálf eða þjóðfélags okkar og jafnvel hins flókna umheims? Hvað ber nýtt ár í skauti sér?Hvað boðar nýárs blessuð sól?
En nýársdagur er líka dagur upprifjunar, við lítum tilbaka, hugsumsem oftar á þessum árstíma til látinna ástvina, söknum þeirra og minnumst með komu að leiðum þeirra. Við hugsum líka um hvað við hefðum getað gert betur á liðnu áriog við ákveðum að bæta okkuralmennt með ýmsum hætti, s.s. að hafa samband við vini og ættingja sem við höfum ekki séð lengi og að sjálfsögðu lofa sum okkar sér að leggja nú af nokkur kíló. Við ætlum almennt sagt að ná tilteknum markmiðum sem hafa verið okkur hugleikin. En við skulum vera minnug þess og jafnvel skrifa það niður hjá okkur,til að minna okkur á, eftir því sem dagarnir líða,að góð hugsun eða hugmynd er andvanda fædd án framkvæmdar.
Nýársdagur er helgidagur og kirkjur landsins fyllast af fólki til guðsþjónustu og að vanda heldur forseti Íslands á nýársdegimóttökur fyrir margvíslegt forystufólk kkar sem starfað hefur í þágu lands og þjóðar.
Áhrif kristinnar kirkju hafa ávallt verið mikil á íslenskt þjóðfélag. Siðfræði og gildi kristindómsins á Íslandi hafa í aldanna rás mótað fólk og leiðbeint í baráttunni fyrir lífinu í óblíðri náttúru. Við státum í dag af velferðarþjóðfélagi sem á fáa sína líka í veröldinni. En við vitum samt að í því leynast margir brestir sem við verðum að laga.
Við munum í ár minnast aldarafmælis fullveldis okkar sem við öðluðumst 1918 og við minntumst 500 ára afmælis siðbótar á Íslandi á liðnu ári. Þá voru jafnframt 960 ár liðin frá stofnun fyrsta biskupsstólsins á Íslandi er Ísleifur Gissurarson fyrstur lærður íslenskra manna var skipaður biskup og hóf kennslu í Skálholti. Skólahald var í Skálholti til ársins 1785. Skálholtsskóli og arftakar hans, þ.e. Hólavallaskóli, Bessastaðaskóli, Lærði skólinn og Menntaskólinn í Reykjavík hafa lagtgrundvöll að menntun þjóðarinnar, kristinni menntun, rækt íslenskrar tunguog framförum í þjóðfélagi okkar í gegnum aldir. Í dag þökkum við fyrir hversu vel hefur tekist til að skapa það velferðarþjóðfélag sem við búum við í dag. En heimsins yndi er stutt og valt og það ríður á að búa okkur vel undir framtíðina þar sem menntun okkar, góð eða slæm, mun skera úr um efnahagslega og menningarlega stöðu okkar.
Við spyrjum okkur því í dagspurningarinnarHvert fer þú?Quo Vadis? Þessi vel þekkta spurning er sett fram í 16. kafla Jóhannesarguðspjalls. Hún er sígild og á ætíð erindi við okkur. Þegar við íhugum þessa spurningu í byrjun nýs árs skulum við vera þakklát fyrir þá siðbót semtelja má að hafi orðið með okkur á haustdögum skömmu fyrir kosningar er kenna mátti meiri samkenndar meðal stjórnmálamanna okkar en í nokkurn tíma sem ég man eftir. Siðbót sem gefur okkur von um betri tíma. Vilja til að leggja af gamla ósiði og taka höndum saman um að gera sameiginlegt átak í ýmsum velferðarmálum okkar. Hætta argaþrasi og sundurgerð. Vinna saman innan stjórnar sem utan við að leysa sem flest viðfangsefni okkar. Við vonum og biðjum í dag að vel megi takast.
Geysilegar breytingar hafa átt sér stað í heiminum á undanförnum árum og sér ekki fyrir endann á þeirri tæknibyltinu sem við nú lifum.
Hugvitið er drifkraftur efnahagsframfara til framtíðar og tæknibyltingin sem nú á sér stað í heiminum leggur okkur ekki síst á herðar að mennta börnin okkar vel. Kennsla í kristinfræði á ekki að vera undanskilin í þeirri menntun.Þegar við nú hyggjumst bæta innviði íslensks þjóðfélags skulum við minnast ljóðs Einars Benediktssonar:
Það fagra sem var, skal ei lastað og lýtt,
en lyft upp í framför, hafið og prýtt.
Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja
án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt.
Þá er einnig hollt að minnast orða umbótamannsins Baldvins Einarssonar: “Það eru ekki landkostir og blíðviðri og gull og silfur og eðalsteinar, sem gera þjóðirnar farsælar og voldugar og ríkar, heldur það hugarfar eða sá andi sem býr með þjóðinni”. Hann vann þjóð sinni af heilum hug og skildi að “allt hugvit og þekking hjaðnar sem blekking sé hjartað ei með sem undir slær”. Guð gefi að okkur Íslendingum farnist nú að mæta áskorunum okkar af einlægum vilja og heilum hug og efla samkennd okkar.
Að hjartað sé með sem undir slær. Þessi orð leiða hugann að kvöldspjalli í útvarpi sem ég átti eitt sinn við Jónas Jónasson. Hann spurði mig m.a. hvað ég teldi mest hafa mótað mig og lífsskoðanir mínar. Ég svaraði, að uppeldi fósturforeldra minna, þátttaka mín í barnastarfi kirkjunnar og KFUM og kristinfræðsla í barna- og unglingaskóla hefði líklega ráðið mestu þar um. Svar mitt leiddi síðan til umræðu um kennslu í kristinfræði í skólum, þar sem ég leyfði mér að segja að ég teldi að þessari kennslu hefði mjög hrakað á Íslandi síðan ég gekk í skóla. Stefna, sem ég vildi kalla rekaldsstefnu virtist nú ríkja. Nútímakennslufræði byði, að börnin mættu sjálf velja hvort þau fengju kennslu í kristinfræði eða ekki og tregðu gætti hjá mörgum kennurum til að kenna kristinfræði, siðfræði væri ákjósanlegra kennsluefni að þeirra mati og prestar hinir gömlu lærifeður Íslendinga í gegnum aldir væru ekki auðfúsugestir til slíkrar kennslu í skólum lengur. Ég spurði hvernig börn viljum við skila samfélagi okkar og færði síðan rök fyrir því að þótt börnin lærðu ekki nema boðorðin tíu, sem væru til þess fallin að breyta hugsun og athöfn, væri siðferði kristninnar, boðskapur sem kæmi þeim að góðu í lífinu, tryggðu þau eða fjarlægðu frá syndum og ég spurði hvernig fólk ætlum við að ala upp í framtíðinni án þekkingar á a. m. k. boðorðunum. Ef svo væri ekki byði það upp á andlega fátækt.Ég held því miður að það hafi ekki orðið mikil breyting á þessu. Menntun barna er margslungið viðfangsefni og fáskipti okkar um kristilega uppfræðslu barna okkar um inntak kristninnar ersannarlega þungur dómur. Ég vil taka það fram að barnastarf kirkjunnar er frábær stuðningur við barnauppeldi heimilanna þar sem börnum er kennt að elska Guð og biðja. Rökin fyrir því að minnka kristinfræði- kennslu í skólum munu vera að okkur beri að taka tillit til annarra trúarskoðana í fjölmenningarþjóðfélagi okkar. Hvorttveggja getur þó átt samleið og virðing fyrir trú annarra þarf ekki að þýða að við leggjum okkar trúaruppfræðslu í skólum til hliðar og kennsla í kristinfræði þýðir ekki að verið sé að ófrægja aðrar trúarskoðanir eða að leggja til atlögu við þær.Á þeim umbrotatímum sem við lifum þurfum við að hafa vilja til að þroska gildi kristindómsins og þar með andlega og veraldlega velferð barna okkar, skapa þeim heilbrigð lífsviðhorf. Við getum notið efnahagslegrar velferðar utan sem innan veggja efnahagsbandalaga, en við vinnum svo afar lítið ef andleg velferð okkar sjálfra og barna okkar fylgist ekki að.
Áramótaheit mitt sem ég vann í fyrra er stutt og einfalt og fjallar um kærleikann. Ég sat í biðstofu heilsugæslustöðvar skömmu fyrir jólin 2015og á meðan ég beið þess að fá inflúensusprautu las ég í lítilli ljóðabók eftir Sigurbjörn Þorkelsson. Ég hafði engin skriffæri við hendina og lagði eitt ljóða hans á minnið. Ég vona að ég fari rétt með það:
Elskaðu á meðan þú lifir,
elskaðu fólkið þitt á meðan það lifir.
Þegar fólkið þitt er dáið er of seint að sýna því
umhyggju, virðingu og ást svo það geti notið þess.
Þetta er ekki torskilið. Vandinn er hinsvegar að temja sér daglega kærleika og umhyggju fyrir öðrum, að hjartað sé með sem undir slær. Við þekkjum öll umfjöllun Korintubréfsins um kærleikann, óðinn til kærleikans. Tileinkun okkar við kærleikann er mikilvæg og í því sambandi vil ég vitna til orða Helen Keller sem þrátt fyrir að vera bæði blind og heyrnarlaus vann sér heimsathygli fyrir störf sín:
Tilvitnun:
“Hvenær mun okkur endanlega skiljast að við erum öll skyld hvert öðru, að við eru öll sömu eindar? Þar tilandi kærleikans til náungans, án tillits til kynþáttar, litar eða trúar gagntekur veröldina, gefur lífi okkar og athöfnum gildi og við myndum bræðralag, þar til hin mikla mergð fólks fyllist ábyrgðartilfinningu hvers til annars, mun félagslegu réttlæti aldrei verða náð”. Tilvitnun lýkur.
Og ég vil færa hér fram aðra tilvitnun um kærleikann. Hún er eftir kanadíska indíánahöfðingjann Dan George sem lést 1981. Hún er svona:
“Kærleikur er eitthvað sem þú og ég verðum að eiga. Við verðum að eiga hann vegna þess að andi vor nærist á honum. Við verðum að eiga hann vegna þess að án hans verðum við máttlítil og veikburða. Sjálfstraust okkar þverr án kærleika. Djörfung okkar hverfur. Við getum ekki horft í trúfesti til heimsins. Við hverfum inn á við og förum að nærast á eigin eðlisþáttum, og smám saman eyðum við honum sjálf. Full kærleika erum við skapandi. Full kærleika höldum við óþreytandi áfram. Full kærleika og eingöngu í krafti hans getum við fórnað okkur fyrir aðra”. Tilvitnun lýkur.
Já, spurningin “Hvert fer þú?” á ætíð erindi við okkur. Skilningur okkar á spurningunni getur verið margþættur og þarafleiðandi einnig svarið. Framtíð mannkynsins er komin undir því að við finnum rétt svör við fjölmörgum spurningum, að við grundum rétt viðbrögð og framkvæmdir.Stórátaks er þörf í umgengni okkar við Móður Jörð fyrir framtíðarkynslóðir en spurningin horfireinnig til okkar sem einstaklinga og til okkar Íslendinga sem þjóðar. Við viljum öll lifa hamingjusömu lífi og tryggja afkomendum okkar þess sama. Tryggja góð lífsskilyrði á Íslandi um leið og við stuðlum að lausnum á hinum fjölmörgu vandamálum sem jarðarbúar horfast í augu við. Við lifum góðæri á Íslandi og nýverið hafa birst tölur sem spá um góðan hagvöxt á þessu ári. Hvernig viljum við nesta okkur til þess ferðalags sem líf okkar er? Hvaða gildi viljum við tileinka okkur umfram þau sem við eigum í kristilegu hugarfari – boðorðunum. Að vera sjálfum okkur trú er sjálfgefið – að aga okkur sjálf og gera alltaf okkar besta – ávinna okkur rétt til sjálfsvirðingar – beita skapandi hugsun – vera alltaf tilbúin til að læra – víkka sjóndeildarhringinn – og gleyma sjálfshyggju okkar á stundum og hugsa um velferð annarra. Við búum vel að menntun okkar og félagslegri þjónustu, en á þessum sviðum verðum við samt að gera betur – miklu betur. Hyrningarsteinn íslensks þjóðfélags í hraðvaxandi samkeppni alþjóðasamvinnu og samkeppni liggur í menntun. Við höfum reyndar staðið okkur vel. Háskóli Íslands er í fremstu röð. Hann er í 201 – 250 sæti á styrkleikalista THE af 17 þúsund háskólum í heiminum og vinnur að yfir 300 samstarfsverkefnum á ári, svo sem á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar, orkumála og ferðaþjónustu. Hann skorar næsthæst á Norðulöndum mælt í tilvitnunum í alþjóðlega viðurkenndum tímaritum þrátt fyrir að heildartekjur hans, þ.e. fjárveitingar og sértekjur séu á hvern nemanda mun lægri en í öðrum norrænum ríkjum. En við þurfum að gera enn betur í að auka skilning okkar á mikilvægi þess að rækta þau frækorn sem við eigum til að viðhalda fyrirmyndarsamfélagi og velferðarríki á Íslandi. Af nógu er að taka hvert sem við lítum. Við getum t.d. ekki sætt okkur við að fimmtungur þeirra sem bíða nánast á göngum Landspítalans eftir dvalarrými, deyi áður en þeir komast inn á viðeigandi stofnun.
Finnum þann kærleika í okkur að vinna að því að byggja hér enn betra velferðarsamfélag í anda kærleika, vináttu og jöfnuðar.
Sálmurinn “Hvað boðar nýárs blessuð sól” er afar falleg trúarjátning sem vekur okkur til umhugsunar um líf okkar og tilveru. Við skulum svara spurningunni með því að staðfesta um þessi áramót að halda áfram lífi okkar í anda trúarjátningar okkar og vinna þess heit að lifa til framtíðar í anda fagnaðarerindis Jesú um trú, von og kærleika.
Gleðilegt ár
Helgi Ágústsson, fv. sendiherra og ráðuneytisstjóri
Flutt í Kópavogskirkju við guðsþjónustu kl. 14:00 á Nýársdag 2018
Prestur: Sr. Sigurður Arnarsson.
Næsta guðsþjónusta og sunnudagaskóli
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonNæsta guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 14. janúar n.k. kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Guðsþjónustunni verður útvarpað. Sunnudagaskólinn hefur aftur göngu sína eftir jólafrí í safnaðarheimilinu Borgum einnig á sama degi og tíma.