Sviðsmyndir er nýtt ljóslistaverk eftir Eygló Harðardóttur, gert sérstaklega fyrir Kópavogskirkju á Vetrarhátíð í Kópavogi 2024.
_______________
Verkið Sviðsmyndir er vídeóverk sem leggst eins og gegnsæ himna á Kópavogskirkju. Það er byggt upp af fimm sviðsmyndum sem voru lýstar upp og kvikmyndaðar. Sviðsmyndirnar eru: Málverk, Tveir glerskúlptúrar, Lagskipt glerverk, Bókverk og Teikningar á lituðu gleri.
Sviðmyndirnar byggja á samhverfum og lagskiptum formum kirkjunnar, skynjuðum skala og steindum kirkjugluggum Gerðar Helgadóttur sem birtast sem hreyfing ljóss og lita inni í byggingunni sjálfri.
Verkið Sviðsmyndir er í grunninn unnið á handvirkan hátt, efniviðurinn er ljós, hreyfing, litað gler og pappír. Öll stafræn eftirvinnsla og klipping er trú upptökunum. Að því leyti er verkið mjög handvirkt (analogue) og hefur skírskotun til marglaga birtingarmynda ljóss og efnis og hreyfinga handanna.
Tökumaður og aðstoð við lýsingu: Sigurður Unnar Birgisson.
Sviðsmyndum verður varpað á Kópavogskirkju föstudagskvöldið 2. febrúar frá 18:30 – 24:00 og laugardagskvöldið 3. febrúar frá 18:30 – 24:00.
_______________
Eygló Harðardóttir er fædd í Reykjavík 1964. Á ferlinum hefur hún haldið fjölda sýninga og hlaut hún Íslensku myndlistarverðlaunin 2019 fyrir einkasýninguna „Annað rými” sem haldin var í Nýlistasafninu 2018.
Eygló vinnur gjarnan tví- og þrívíða abstraktskúlptúra, bókverk og verk í almenningsrými. Sköpunarferlið einkennist af rannsóknum og könnun á aðstæðum og efni, þar sem möguleikar og takmarkanir eru kortlagðar og auðkenni þess rannsökuð. Eftir standa verk sem eru afsprengi ferlis þar sem efnið hefur ráðið för.
Hún hefur einnig unnið í samstarfi við tónskáld og í ýmsa miðla. Verk hennar eru varðveitt í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Ríkisútvarpinu, WSW NY, Kultuurikauppila í Finnlandi og The Metropolitan Museum NY.
Eygló hélt nýverið stóra einkasýningu í Ásmundasal og var einn tíu listamanna sem sýndi verk á sýningunni Skúlptur/Skúlptúr sem lauk 7. janúar síðastliðið.
Messa og sunnudagaskóli 11/02/24
/in Fréttir/by Grétar Halldór GunnarssonVerið velkomin í messu í Kópavogskirkju á sunnudag kl 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju leiða söng. Elísa Elíasdóttir er organisti. Á sama tíma kl 11.00 verður sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu Borgum. Leiddur af æskulýðsleiðtogum Kópavogskirkju
Vetrarhátíð í Kópavogi
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonMessa og sunnudagaskóli 28/01/24
/in Fréttir/by Grétar Halldór GunnarssonMessað verður í Kópavogskirkju næsta sunnudag, þann 28. janúar kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur og Elísa Elíasdóttir er organisti. Er fermingarbörnum og foreldrum þeirra sérstaklega boðið til messunnar. Eftir messuna er fermingarbörnum og foreldrum síðan boðið til stutts fundar í kirkjunni þar sem farið verður yfir fermingarnar og fræðsluna framundan. Kl. 11.00 verður sunnudagaskólinn að sjálfsögðu á sínum stað, í Borgum safnaðarheimili og leiða æskulýðsleiðtogar okkar stundina.
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 21/01/24
/in Fréttir/by Grétar Halldór GunnarssonGuðsþjónusta verður við Kópavogskirkju 21. janúar kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og Elísa Elíasdóttir er organisti. Á sama tíma verður sunnudagaskólinn á sínum stað í Borgum safnaðarheimili og hefst einnig kl. 11.00
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 14/1/24
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonEkki messað 7. janúar
/in Fréttir/by Grétar Halldór GunnarssonEkki verður messað sunnudaginn 7. janúar í Kópavogskirkju. En þann 14. janúar förum við aftur af stað með fjölskylduguðsþjónustu. Sjáumst þá!
Nýjársdagur
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonAftansöngur á 31/12/23
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonJól og áramót í Kópavogskirkju
/in Fréttir/by Grétar Halldór GunnarssonVerum velkomin í Kópavogskirkju um hátíðarnar!
Guðsþjónusta og Sunnudagaskóli 17/12/23
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður Arnarson