Helgihald í Kópavogskirkju í dymbilviku og páskum 2016

Pálmasunnudagur 20. mars, kl. 11:00. Fermingarmessa.

Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna og dr.Karli Sigurbjörnssyni, biskup. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.

Skírdagur 24. mars, kl. 11.00. Fermingarmessa.

Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna.

Skírdagur 24. mars, kl.13:15. Altarisganga á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.

Föstudagurinn langi, 25. mars, kl. 11.00. Útvarpsguðsþjónusta.

Föstudagurinn langi, kl. 13.00 – 16.00.

Nafnlausi leikhópurinn les valda Passíusálma. Ólafía Linnberg Jensdóttir syngur og Lenka Mátéová, kantor leikur tónlist á orgel.

Páskadagur 27. mars, kl. 08.00. Hátíðarguðsþjónusta.  

Morgunhressing í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu.

Að hressingu lokinni verður farið í sögugöngu um nágrenni kirkjunnar undir forystu Guðlaugs R. Guðmundssonar sagnfræðings.

Sóknarprestur prédikar og þjónar og Kór Kópavogskirkju syngur í öllum athöfnum

Mál dagsins og „Táningurinn og Tito Schipa“

Næsta mál dagsins verður þriðjudaginn 15. mars kl. 14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Stundin hefst með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Kl. 15:10 flytur Hrafn Andrés Harðarson, fyrrverandi bæjarbókarvörður erindið „Táningurinn og Tito Schipa – Ágrip af ævi Harðar Þórhallssonar“.  Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 13. mars

Guðaþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 13. mars n.k. kl.11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Julian Hewlitt.  Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.  Allir hjaranlega velkomnir.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar

Barna- og æskulýðsguðsþjónusta verður sunnudaginn 6. mars n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar.  Nemendur úr 4. bekk Kársnesskóla syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og einnig nemendur úr Skólakór Vatnsendaskóla undir stjórn Þóru Marteinsdóttir.  Hljómsveit leikur undir.  Sr. Sigurður annast stundina ásamt Þóru og Bjarma Hreinssyni.  Allir hjartanlega velkomnir.

Prjónahópur

Prjónahópur verður fimmtudaginn 3. mars kl. 19:30  í safnaðarheimilinu Borgum.  Allir velkomnir.

Samkór Kópavogs í heimsókn í Máli dagsins

Félagar í Samkór Kópavogs komu í heimsókn í Mál dagsins þriðjudaginn 1. mars síðastliðinn og sungu nokkur lög undir stjórn Friðriks Kristinssonar.  Samkórinn fagnar 50 ára afmæli síðar á árinu.  Þökkum við þeim þessa góðu heimsókn og allt þeirra góða starf.

Kúba í miðdepli bænadags kvenna 2016

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er haldinn hátíðlegur víða um heim fyrsta föstudag í mars. Hérlendis er löng hefð fyrir bænasamverum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, í Miðfirði og á fleiri stöðum. Bænadagssamkoma höfuðborgarsvæðisins verður að þessu sinni haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 20 föstudagskvöldið 4. mars. Unglingagospelkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur sem einnig leikur undir almennan söng. Bænarefni og önnur dagskrá koma frá konum í Kúbu sem leggja áherslu á að hlúð sé að börnum á allan máta. Svana Lísa Davíðsdóttir segir frá dvöl sinni á Kúbu. Sýndar verða myndir frá landinu. Bæði konur og karlar eru velkomin til þessarar samveru sem samkirkjuleg landsnefnd um Alþjóðlegan bænadag kvenna á Íslandi hefur undirbúið.

Starf fyrir 1-4. bekk fellur niður 24. febrúar

Starf fyrir 1-4. bekk fellur niður miðvikudaginn 24. febrúar vegna foreldraviðtala í Kársnesskóla.  Næst hittist hópurinn miðvikudaginn 3. mars n.k. kl. 14:00 í safnaðarheimilinu Borgum.

Guðsþjónusta 28. febrúar

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 28. febrúar n.k. kl.11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst að venju kl. 11:00.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 23. febrúar

Mál dagsins þann 23. febrúar hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Máteóvá og Friðriks Kristinssonar.  Klukkan 15:10 segir Sigurbjörn Þorkelsson frá starfi Gídeon félagsins.  Að því loknu verður drukkið kaffi.  Starfinu lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.