Guðsþjónusta á nokkrum tungumálum

Sunnudaginn 21. febrúar næstkomandi verður guðsþjónusta á nokkrum tungumálum. í Kópavogskirkju kl. 11:00.  Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni.  Lesnir verða ritningarlestrar og beðnar bænir á nokkrum tungumálum.  Lesið og beðið verður á: íslensku, þýsku, frönsku, japönsku kúrdísku, persnesku, tékknesku, ensku og fleiri tungumálum. Sungnir verða sálmar frá nokkrum þjóðlöndum.  Sunnudagaskólinn hefst að venju kl. 11:00.  Eftir guðsþjónustu verður boðið upp á kaffisopa í safnaðarheimilinu Borgum þar sem sr. Toshiki mun ræða um stöðu innflytjenda á Íslandi og Birte Harksen, deildarstjóri á leiksskólanum Urðarhóli mun meðal annars; segja frá því þegar börn á leiksskólanum sungu á arabísku fyrir sýrlenskan nýnema. Allir hjartanlega velkomnir.

Myndir af gluggum Gerðar Helgadóttur

Kirkja 14 febrúar austur og suðurgluggiKirkja 14. febrúar altariMeðfylgjandi myndir voru teknar í hádeginu 14. febrúar þegar ljósið skein í gegnum þá og allskonar ljósbrot mynduðust í kirkjunni.

Mál dagsins 16. febrúar

Næsta Mál dagsins verður þriðjudaginn 16. febrúar n.k. kl.14:30-16:00.  Eftir samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar flytur Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur erindi.  Allir hjartanlega velkomnir.

Messa 14. febrúar kl.11:00

Messa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 14. febrúar n.k. kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkju.

Fermingarfræðsla framundan og gátlisti fyrir próf í fermingarfræðslu

Fermingarstarfið frá janúar til mars 2016

Æskulýðsfundir hefjast aftur 2. febrúar n.k. kl.20:00-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum.

Vetrarfermingarfræðsla (þau sem eru ekki í síðsumarfermingarfræðslunni) Tímar í febrúar, 1,8,15,22,29 Tímar í mars, 7, (próf)

Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp): 22. febrúar og 7. mars, 2016.

Kennt er frá kl. 16:00-16:40

Mátun fermingarkyrtla verður eftir fermingarfræðslu 22. febrúar n.k.

Kyrtilgjald er 1000 kr

Fundur verður með fermingarbörnumog foreldrum eftir messu kl.11:00 sunnudaginn 31. janúar, 2016 og þá verður rætt um fermingarathöfnina og framkvæmd hennar.

Fermingardagar 2016 verða sem hér segir:

Pálmasunnudagur 20. mars kl. 11:00

Skírdagur 24. mars, 2016 Kl. 11:00 Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.

Æfingar fyrir fermingar eru í Kópavogskirkju (miklvægt að allir séu á æfingum):

Pálmasunnudag 20. mars, kl. 11:00, þá verður æft 17. og 18. mars kl. 16:00-17:00.

Skírdag 24. mars, kl.11:00, þá verður æft 21. og 22. mars, kl. 16:00-17:00.

Kópavogskirkja á heimasíðu:
www.kopavogskirkja.is
Þar leitumst við að hafa allar upplýsingar um starfið og ýmsa aðra þætti.

VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM (kopavogskirkja@kirkjan.is)
MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA

Gátlisti fyrir próf í fermingarfræðslu í Kársnessókn, 7. mars, 2016

Til prófs er efni úr bókunum: „Con Dios“ og Kirkjulykilinn.

Spurningar úr „Con Dios“

  1. Hver er „Gullna reglan um vináttuna“?
  2. Hverjir voru lærisveinar Jesú Krists og hvert var þeirra hlutverk?
  3. Lærið utanað tilvitnanir í Jesú (sjá bls. 24-25 í Con Dios)?
  4. Hvernigi getum við hjálpað öðrum?
  5. Hvað gerðist í lífi Jesú Krists, á skírdegi, föstudeginum langa, páskadegi og á uppstigningardegi?
  6. Hvað fjallar Biblían um?
  7. Hvað skiptist Biblían í marga hluta, hvað er hún margar bækur og hver eru guðspjöllin?
  8. Læra boðorðin 10 utan að og geta útskýrt meiningu þeirra.
  9. Hvað þýðir orðið fasta?
  10. Hvert er „Tvöfalda kærleiksboðorðið“?
  11. Kunna „Faðir vor“.
  12. Hvað getur þú sagt við Guð?
  13. Hvað er skírn?
  14. Hvað er ferming?
  15. Kunna trúarjátninguna.
  16. Hvað snýst fyrirgefning um?
  17. Hvað er trú?
  18. Lesa vel bls. 94 og kunna

Spurningar úr „Kirkjulyklinum

  1. Hvað eru skakramennti og hver eru þau?
  2. Hvað þýðir orðið amen?
  3. Hverjir eru litir kirkjuársins (sjá opnuna í „Kirkjulykilinum“)?

Að eilífu ——Amen – námskeið um bænina í Árbæjarkirkju

Faðirvorið eða Bæn Drottins eins og hún er oft nefnd er bænin sem Jesús kenndi fólki þegar það bað hann um að kenna sér að biðja. Þessi bæn er beðin út um allan heim af milljónum manna og hefur verið beðin í u.þ.b. 2000 ár á ýmsum tungumálum. Margir hafa lært hana utan að sem börn en lítið velt fyrir sér merkingu hennar á fullorðinsárum. En þessi bæn er mjög innihaldsrík við nánari skoðun. Hún er góð fyrirmynd annarra bæna og því tilvalin til þess að byggja bænalíf sitt á.

Miðvikudaginn 10. febrúar hefst námskeið um Faðirvorið í Árbæjarkirkju. þar sem rætt verður um bæn og bænaiðkun út frá bæninni sem Jesús kenndi. Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja vita meira um Faðirvorið og bænalíf eða hafa áhuga á kristindómnum og vilja dýpka skilning sinn á kristinni trú. Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur, á miðvikudagskvöldum frá kl:19:30-21:30. Það hefst 10. febrúar og lýkur 16. mars. Námskeiðið er öllum opið og kostar 3000 krónur. Leiðbeinandi er sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Skráning fer fram á netfanginu: petrina@arbaejarkirkja.is og í gegnum síma Árbæjarkirkju: 587-2405

Mál dagsins

Næsta „Mál dagsins“ verður þriðjudaginn 9. febrúar n.k. kl. 14:30 í safnaðarheimilinu og hefst að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Máteóvá.  Klukkan 15:10 flytur Anna Klara Georgsdóttir frá Kópavogsbæ erindi um móttöku bæjarins á flóttamönnum frá Sýrlandi.  Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Allir velkomnir.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 7. febrúar

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 7. febrúar n.k. kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson og Þóra Marteinsdóttir leiða stundina.  Félagar úr 3. bekk í Skólakór Kársnes syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.  Barn borið til skírnar.  Sunudagskólinn tekur þátt í stundinni. Allir hjartanlega velkomnir.