Guðsþjónusta 17. janúar

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 17. janúar n.k. kl.11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Máteóvá.  Sunnudagaskólinn hefst að venju í guðsþjónustunni en flyst svo í safnaðarheimilið Borgir.  Allir hjartanlega velkomnir.

Foreldramorgnar

Hvar:                  Í Borgum – safnaðarheimili Kópavogskirkju  Hvenær:    Alla fimmtudagsmorgna kl. 10:00 – 12:00.  Hefjast aftur eftir áramót 14. janúar.

 Notaleg samverustund fyrir mömmur og pabba þar sem hægt er að spjalla um allt milli himins og jarðar, leita ráða og bera saman bækur sínar. Hverri samveru lýkur með söngstund með krílunum. Reglulega koma gestir í heimsókn með fræðslu og kynningu á hinum ýmsu málefnum.  Finndu okkur á Facebook: Foreldramorgnar í Kópavogskirkju og kopavogskirkja.is. Kópavogskirkja sími: 554 1898

Næsta guðsþjónusta verður 10. janúar n.k.

Næsta guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 10. janúar n.k. kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Julian Hewitt.  Sunnudagaskólinn hefst aftur á sama tíma eftir jólafrí.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins

Mál dagsins hefst aftur eftir jólafrí, þriðjudaginn 12. janúar n.k. kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Flutt verður erindi og um kl. 15:30 verður kaffi.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Guðfræðinemar frá Bandaríkjunum taka þátt í stundinni.image-332-e1444760383578-500x373

Hátíðarguðsþjónusta á Nýjársdag

Hátíðarguðsþjónusta verður á Nýjársdag kl.14:00.  Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna flytur hátíðarræðu.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur þjónar fyrir altari.  Forsöngvari: Þórunn Elín Pétursdóttir.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.  Sungnir verða hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.8745853318_db0fef81db_k

Aftansöngur á Gamlársdag

8745852494_b2f9064ea8_k

Aftansöngur verður á Gamlársdag kl. 18:00 í Kópavogskirkju.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Forsöngvari: Sigmundur Jónsson.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt.

Aftansöngur á Aðfangadag

8745852494_b2f9064ea8_kAftansöngur á Aðfangadag kl.18:00.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt.  Hátíðartónlist flutt frá kl. 17:30.

Beðið eftir jólunum

Helgistund í sunnudagaskólasniði á Aðfangadag kl. 15:00 í Kópavogskirkju.  Sóknarprestur og Þóra Marteinsdóttir leiða.  Barna-2

Kirkjuhlaup í Kópavogi á aðventunni 2015

Hópur fólks hljóp í dag frá Kópavogskirkju að Hjallakirkju og þaðan að Digraneskirkju, síðan var haldið kapellu Líknardeildar Landsspítalans á Kársnesi og að Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þar sem kapella. Meðfylgjandi myndir voru teknar af hlaupurunum.

Kirkjuhlaup 2015 2.Kirkjuhlaup 215, 1 Kirkjuhlaup 2015 3

Kirkjuhlaup í Kópavogi

ALLIR VELKOMNIR MEÐ OKKUR Í KIRKJUHLAUP KÓPAVOGS

Við hittumst tímanlega í Kópavogskirkju og byrjum á notarlegri stund saman þar sem Sigríður Ósk Kristjánsdóttir syngur tvo jólasálma og Lenka Mátéová leikur á orgel. Klukkan 17:40 verður klukkum Kópavogskirkju hringt og við leggjum af stað í sjálft hlaupið.

Við prófuðum þetta í fyrsta skiptið í fyrra og það tókst með eindæmum vel, því ákváðum við að endurtaka leikinn.

Hlaupinn verður ca. 10 km hringur

– ALLIR HLAUPA Á SÍNUM HRAÐA OG NJÓTA –

Hlaupið verður á milli nokkurra kirkna í Kópavogi:
Kópavogskirkja – Hjallakirkja – Lindakirkja – Digraneskirkja – Sunnuhlíðarkapella – Kapellan líknardeildinni – Kópavogskirkja
(Auðvelt að stytta í t.d. 7 km hring með því að sleppa Lindakirkju)

AÐ LOKNU HLAUPI ER BOÐIÐ UPPÁ HLAUPAVÆNAR VEITINGAR Í BORGUM – SAFNAÐARHEIMILI KÓPAVOGSKIRKJU.

Hlaupið er skipulagt af Sigurði Arnarsyni presti í Kópavogskirkju, í samvinnu við Hlaupahóp Þríkó og Bíddu Aðeins.