Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Nýjustu Fréttir
- 25/2/25-Mál dagsinsfebrúar 24, 2025 - 2:16 e.h.
- Líf í trú – 7 skipta námskeið í Kópavogskirkjufebrúar 19, 2025 - 9:15 f.h.
- Messa & sunnudagaskóli 16/02/25febrúar 13, 2025 - 2:45 e.h.
- Mál dagsins 11/2/25febrúar 9, 2025 - 11:10 e.h.
- Starf fyrir 1-3 bekk fellur niður 5/2/25 vegna veðursfebrúar 5, 2025 - 12:11 e.h.
Skrifstofa Kópavogskirkju
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirSkrifstofa Kópavogskirkju verður lokuð frá 11. nóvember til og með 27. nóvember.
Fylgst er náið með tölvupóstum og símsvara kirkjunnar.
Guðsþjónusta 15. nóvember n.k.
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirGuðsþjónusta verður sunnudaginn 15. nóvember n.k. kl. 11:00. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéova. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en flyst svo í safnaðarheimilið Borgir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Mál dagsins
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirMál dagsins 10. nóvember n.k. hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Um kl. 15:10 flytur Sigríður Ella Magnúsdóttir, söngkona erindi. Um kl.15:30 verður drukkið kaffi. Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.
Allir velkomnir.
Mál dagsins 27. október
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirMál dagsins verður 27. október n.k. kl. 14:30 og hefst með samsöng undir stjórn: Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 heldur Margrét Valdimarsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands erindi. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi. Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn.
Allir hjartanlega velkomnir.
Guðsþjónusta á “allra heilagra messu”, 1. nóvember
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirSunnudaginn 1. nóvember n.k. verður guðsþjónusta á “Allra heilagra messu” í Kópavogskirkju kl. 11:00. Þá er þeirra sérstaklega minnst, sem eru látnir.
Beðið verður með nafni fyrir þeim, sem sóknarprestur Kópavogskirkju hefur jarðsungið á tímabilinu 20. október 2014- til 20. október 2015 og aðstandendum þeirra er boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar.
Ásta Ágústsdóttir, djákni mun prédika og sóknarprestur þjóna fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagskólinn hefst að venju í kirkjunni á sama tíma en flytur sig síðan í safnaðarheimilið Borgir. Flutt verður tónlist í kirkjunni frá kl. 10:30 og þá gefst kostur að tendra á bænaljósi við altari. Eftir guðsþjónustu verður boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu Borgum. Sr. Sigurður Arnarson flytur stutt erindi um sorg og sorgarviðbrögð.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Kópavogskirkja úr lofti
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirÞessa dagana er unnið við að háþrýstiþvo Kópavogskirkju, síðan verður gert við sprungur og kirkjan máluð að utan þegar veður leyfir.
Meðylgjandi myndir voru teknar úr körfu, sem notuð er við þvottinn og sýna framkvæmdirnar og umhverfi kirkjunnar.
Mál dagsins 20. október síðstliðinn
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirÞriðjudaginn 20. október heimsótti Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Icelandair, félaga í “Máli dagsins” í safnaðarheimilinu Borgum. Ræddi Svali meðal annars um umfang flugs og þær öru breytingar sem hafa orðið í flugi til og frá landinu.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri, meðal annars mynd af Svala og nokkrum félögum úr “Máli dagsins”, þeim: Bryndísi, Maríu, Ástu, Auði og Margréti en þær og/eða ættingjar og afkomendur hafa starfað eða starfa hjá Icelandair og eða fyrirrennurum fyrirtækisins.
Guðsþjónusta 25. október n.k.
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirNæsta guðsþjónusta verður 25. október n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni en flyst síðan í safnaðarheimilið Borgir en skólann munu annast: Bjarmi Hreinsson og Þóra Marteinsdóttir.
Allir velkomnir.
Mál dagsins 20. október
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirAð venju hefst “Mál dagsins” þann 20. október kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl.15:10 flytur Svali Hrannar Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Icelandair erindi um stöðuna í ferðamálum. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi. Starfinu lýkur kl. 16:00 með stuttri bænastund.
Viðgerðir á Kópavogskirkju
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirÞann 15. október hófst vinna við að háþrýstiþvo Kópavogskirkju að utan til að undirbúa fyrir málningu en unnið er að viðgerðum á kirkjunni. Þegar eru hafnar viðgerðir á gluggum í bogum.
Myndirnar voru teknar við upphaf verksins.