Kópavogskirkja og regnbogi

Meðfylgjandi mynd af Kópavogskirkju og regnboga tók Pétur Arnarson að morgni 7. október.

Hvetjum þau sem eiga fallegar og áhugaverðar myndir af kirkjunni að senda okkur til að birta hér á heimasíðunni.

photo-52-e1444222275351-375x500

Skrifstofan lokuð 7. október 2015

Skrifstofa Kársnessafnaðar verður lokuð miðvikudaginn 7. október 2015 vegna fermingarfræðsluferðalags í Vatnaskóg.

Guðþsjónusta 4. október

Guðsþjónusta 4. október kl. 11:00. Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkju en flyst síðan í safnaðarheimilið Borgir.

Allir velkomnir.

Mál dagsins

Í “Máli dagsins” 6. október næstkomandi hefst stundin að venju með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 heldur Þuríður Óttarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Kársnesskóla erindi um skólastarfið. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Allir velkomnir.

Kirkjustarf fyrir 1.-4. bekk í vetur

Barnastarf í Kópavogskirkju fyrir nemendur 1.-4. bekkjar 

Verið velkomin í starfið. Starfið hefst miðvikudaginn 7. október næstkomandi. Við munum hittast alla miðvikudaga frá 7. október – 2. Desember og svo aftur eftir áramót.

1.-2. bekkur mun mæta frá kl 14:00-15:00 og 3.-4. bekkur frá 15:30-16:30.

Börn úr 1 og 2. bekk verða sótt um kl 13:45 í Dægradvöl Kársnesskóla og gengið til baka rúmlega 15:00. Börn úr 3.- 4. bekk verða sótt í Dægradvöl um kl. 15:00 og starfinu lýkur kl 16:30. Dagskráin verður með svipuðu sniði og í fyrra. Munum við reyna að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta þannig að það sé eitthvað fyrir alla.

Dagskrá vetrarins:

7. október – Kynning á starfinu og skemmtilegir leikir
14. október – Tjáning, samskipti og leikir
21. október – Ratleikur
28. október – Vinátta og leikir
4. nóvember – Plakatgerð og spil
11. nóvember – Video, popp og djús
18. nóvember – “Minute to win it”
25. nóvember – Skreyta piparkökur
2. desember – Jólaföndur

Vinsamlega látið Dægradvöl einnig vita að barnið taki þátt í þessu starfi.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Bestu kveðjur,

Ýr Sigurðardóttir og Helgi Steinn Björnsson

Fermingarfræðsla

Þann 28. september verður í safnaðarheimilinu Borgum fyrsta sameiginlega fermingarfræðsla vetrarins klukkan 16:00-16:40 (í fræðsluna eiga að mæta þau sem sóttu síðsumarsfræðslu og þau sem sækja fræðsluna í vetur).

  • Unglingarnir skulu mæta með hefðbundin námsgögn ( „Con Dios“, „Kirkjulykilinn“, Nýja testamenntið, skriffæri og vinnubók).
  • Í fermingarfræðslunni verður látin ganga listi, þar sem fermingarbörnin geta skráð sig, sem guðsþjónustu- og messuþjóna í helgihaldinu á sunnudögum í vetur.
  • Foreldrar eru hjartanlega velkomnir að taka þátt í þeirri þjónustu með unglingunum sínum ef tök eru á.

Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk hefjast í næstu viku á þriðjudeginum 6. október í safnaðarheimilinu Borgum.

  • Fundirnar standa frá kl. 20:00-21:30 og eru hugsaðir sem hluti af fermingarfræðslunni í vetur.
  • Fundirnar hafa verið afar vel sóttir af fermingarbörnunum.
  • Leiðtogar í þessu starfi eins og síðustu ár eru þau: Ýr Sigurðardóttir, Ágústa Ágústsdóttir og Helgi Steinn Björnsson.

Miðvikudaginn 7. október er fermingarfræðsluferð í Vatnaskóg.

  • Farið verður frá Kópavogskirkju kl. 08:15 (ekki kl. 08:00 eins og áður var auglýst) og komið heim um 21:00 sama dag.
  • Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og Kársnessöfnuður niðurgreiða ferðina að hluta til fyrir hvern og einn.
  • Kársnesskóli óskar eftir að sótt sé um leyfi til skólans vegna ferðarinnar.

Guðsþjónusta 4. október

Guðsþjónusta verður 4. október n.k. kl. 11:00. Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni.

Sameiginleg fermingarfræðsla

Sameiginleg fermingarfræðsla verður mánudaginn 28. september kl. 16:00-16:40 í safnaðarheimilinu Borgum.

Fræðslan er fyrir allan hópinn, það er þau sem sóttu síðsumarsfermingarfræðslu og sækja nú vetrarfermingarfræðslu.

Mál dagsins 29. september

Mál dagsins verður 29. september n.k. kl. 14:30-16:00. Stungið verður undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Máteóvá. Um kl. 15:10 heldur Gísli Rafn Ólafsson erindi um starf sitt á vegum hjálparsamtaka. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Allir hjartanlega velkomnir.

Foreldrarmorgnar og barnastarf

Foreldramorgnar

Á hverjum fimmtudegi frá klukkan 10:00-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón með starfinu hefur Magnea Tómasdóttir, söngkona. Allir foreldrar ungra barna velkomnir. Reglulega eru heimsóknir frá aðilum með fræðslu og kynningar á ýmsu, sem tengist börnum og barnauppeldi.

Starfið hefst 24. september n.k.

Sunnudagaskólinn

Hvern sunnudag klukkan 11:00. Lögð er áhersla á fræðslu um kristna trú, gleði og söng. Sagðar eru sögur, brúður koma í heimsókn og ýmislegt annað. Sunnudagaskólann annast þau: Þóra Marteinsdóttir, tónmenntakennari, Bjarmi Hreinsson, háskólanemi, Oddur Örn Ólafsson, menntaskólanemi og sr. Sigurður Arnarson.

Sunnudagaskólinn hófst 6. september síðastliðinn.

Starf fyrir börn í 1.-2. bekk

Á miðvikudögum klukkan 14:00-15:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Með því að senda tölvupóst á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is geta foreldrar eða forráðamenn skráð og óskað eftir því að náð sé í börn þeirra í Dægradvöl í Kársnesskóla og farið með þau þangað aftur að kirkjustarfi loknu.

Starfið hefst 7. október n.k.

Starf fyrir börn í 3.-4. bekk

Á miðvikudögum kl.15:30-16:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Með því að senda tölvupóst á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is geta foreldrar eða forráðamenn skráð og óskað eftir því að náð sé í börn þeirra í Dægradvöl í Kársnesskóla og farið með þau þangað aftur að kirkjustarfi loknu.

Starfið hefst 7.október n.k.

Æskulýðsstarf fyrir 8. bekk

Starfið er ætlað unglingum í 8. bekk. Fundir eru á þriðjudagskvöldum frá kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón með fundunum hafa: Helgi Steinn Björnsson, háskólanemi, Ýr Sigurðardóttir, háskólanemi og Ágústa Tryggvadóttir, menntaskólanemi.

Starfið hefst 6. október n.k.