Guðsþjónustu- og messuskrá í Kópavogskirkju, sumarið 2015
10. maí, kl.11:00 Tónlistarmessa Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt djákna Aðalsafnaðarfundur eftir messu
14. maí, kl.14:00 Guðsþjónusta Uppstigningardagur. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar Dagur eldri borgara í Þjóðkirkjunni
17. maí, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari
24. maí, kl.11:00 Hátíðarguðsþjónusta Hvítasunnudagur. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
31. maí, kl.11:00 Guðsþjónusta Þátttakendur frá “Ormadögum” taka þátt
7. júní, kl.11:00 Messa Sjómannadagurinn.
14. júní, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari
21. júní, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari
28. júní, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari
5. júlí, kl. 11:00 Guðsþjónusta Sr. Sigfús Kristjánsson, prédikar og þjónar fyrir altari
12. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta Sr. Sr. Guðni Már Harðarson,prédikar og þjónar fyrir altari
19. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta Sr. Magnús Börn Björnsson, prédikar og þjónar fyrir altari
26. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta Sr. Guðmundur K. Brynjarsson, prédikar og þjónar fyrir altari Þorvaldur Halldórsson annast tónlist
2. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta Sr. Sr. Magnús Björn Björnsson, prédikar og þjónar fyrir altari
9. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta Sr.Sveinn Alfreðsson, prédikar og þjónar fyrir altari
16. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari
23. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari
30. ágúst, kl.11:00 Messa Fermingarbörn, vorið 2016 og foreldrar þeirra sérstaklega boðaðir. Fundur á eftir um ferms.
Ljósmyndasýning Hafdísar Bennett
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirLjósmyndasýning Hafdísar Bennett, var opnuð 2. júní s.l. í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum.
Tónleikar dómkórsins í Southwark í Lundúnum
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirFimmtudagskvöldið 28. maí síðastliðinn söng kór frá Southwark dómkirkjunni í Lundúnum tónleika í safnaðarheimilinu Borgum.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikunum.
Ísland – litir og form
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirSýning á ljósmyndum Hafdísar Bennett
Safnaðarheimili, Kópavogskirkju Borgum
Frá 3. júní til ágústloka 2015
Ég er Íslendingur, sem búið hefur erlendis öll mín fullorðins ár. Ég hef lagt stund á ýmis konar listform yfir árin, en má segja að myndhöggvun ásamt ljósmyndun -hafi orðið ofaná. Hugsanlega hefði ég orðið afkastameiri sem listakona, hefði ég ekki alltaf unnið fyrst og fremst við fjölskyldufyrirtækið okkar í Bretlandi og seinna meir hjálpað dóttur minni að koma á laggirnar hennar eigin fyrirtæki, sem svo blómgaðist vel og varð þekkt tískufyrirtæki, L.K. Bennett.
Ég fann þó alltaf einhvern tíma til að vinna að áhugamálum mínum, auk listmenntunar, lærði ég að fljúga, fimmtug að aldri og tókst að láta gamlan draum rætast: að fljúga til Íslands á eigin spýtur (ásamt kunningjakonu, sem átti vélina). Urðu þetta þrjár ógleymanlegar ævintýraferðir yfir hafið og um hálendið.
Hvað þessa sýningu varðar, þá hraus mér hugur við að fara í beina samkeppni viðþá fjöldamörgu afburða ljósmyndara sem efnt hafa til sýninga hér á landi, því tók ég það ráð að líta á landið frá aðeins öðruvísi sjónarhorni en venja er og beina athyglinni að hinum fjölbreytta formi, litum og áferð sem er að finna hér hvert sem litið er. Hraun, mosi, stuðlaberg, steinar, skófir, skriður, jafnvel grjót og þari á svörtum söndum, úr nógu er að spila, allt er þetta svo einkennandi fyrir Ísland. Það er mér mikill yndisauki að hafa gefist kostur á að setja þessa sýningu upp hér á landi, þessar myndir voru fyrst sýndar í Íslenska sendiráðinu í London í maí í fyrra og stóð sú sýning yfir til septemberloka.
Hafdís Bennett
Tónlistarguðsþjónusta á Ormadögum
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirTónlistarguðsþjónusta verður sunnudaginn 31. maí n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Elínar Halldórsdóttur og nemendur frá Tónlistarskóla Kópavogs leika á hljóðfæri.
Tónleikar dómkórsins í Southwark í Lundúnum
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirKór dómkirkjunnar í Soutwark í Lundúnum (einum þriggja dómkirkna þar) mun halda tónleika fimmtudaginn 28. maí n.k. klukkan 20:00-21:00 í safnaðarheimili, Kóparvogskirkju, Borgum og í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 30. maí klukkan. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Kórinn hefur verið skipaður drengja- og karlaröddum í mörg ár. Nemendur úr ríkis- og einkaskólum geta sótt nám í kórsöng og sungið í kórnum. Árið 2000 var stofnaður stúlknakór við kirkjuna, markmið þess kórs eins og drengjakórsins að styðja og styrkja söng í dómkirkjunni og að bjóða stúlkum og drengjum jöfn tækifæri á að þroskast í tónlist, andlega og félagslega. Kórarnir syngja reglulega við guðsþjónustur og messur í kirkjunni.
Stúlkna- og drengjakórinn tóku árið 2002 þátt í flutningi Mattheusar Passíunar eftir J.S. Bach undir stjórn Trevor Pinnock. Nýlega sungu kórarnir í Requiem eftir Peter Sculthorp og hlutu lofsamlega dóma meðal annars í The Times. Í desember síðastliðinum tóku 12 stúlkur úr 12 drengir í kórnum þátt í aðventutónleikum tónskáldsins John Rutters í Royal Albert Hall í Lundúnum. Sungu þau verk eftir Britten, Reger og Rutter ásamt hinum þekkta Bachkór.
Kórarnir í Southwark hafa meðal annars farið í tónleikaferðir til Bandaríkjanna, Noregs, Frakklands, Swiss, Austurríkis og Hollands. Peter Wright, stjórnandi kórsins, segir það sérstakt tilhlökkunarefni kórfélaga að koma í fyrsta skipti í tónleikaferð til Íslands.
Fyrir nokkrum árum síðan var vígður í kirkjunni steindur gluggi eftir Leif Breiðfjörð. Vígsla gluggans var hluti af sextíu ára valdaafmæli Elísabetar II Bretadrottningar.
Kór Southwark dómkirkjunnar í Lundúnum
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirKór Southwark dómkirkjunnar í Lundúnum syngur á tónleikum fimmtudaginn 28. maí n.k. kl. 20:00-21:00 í safnaðarheimili, Kópavogskirkju Borgum (skáhalt gegnt Gerðarsafni).
Enginn aðgangseyrir, allir velkomnir.
Birting
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirBirting er samsýning á verkum eftir íslenska samtímalistamenn sem unnin eru út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) í Skálholtskirkju, Kópavogskirkju og víðar. Sýningunni er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um staði á borð við söfn og kirkjur og þær athafnir sem þessum stöðum fylgja. Hvort sem um er að ræða formlegar, lágstemmdar eða hátíðlegar framsetningar hafa þær skýr áhrif á skynjun og upplifun áhorfendans.
Taktföst form og litasamsetningin einkenna gluggainnsetningu Gerðar í Kópavogskirkju og mynda einskonar helgirými flæðandi forms óháð beinum trúarlegum vísunum, en er fremur ætlað að snerta áhorfandann með altækum og tilfinningalegum hætti. „Kirkjuleg“ eða „trúarleg“ þemu munu á sama hátt víkja fyrir víðtækari áherslum þar sem dregnir eru fram sammannlegir, andlegir, fyrirbærafræðilegir eða dulspekilegir þættir í verkum listamanna samtímans.
Listamenn auk Gerðar Helgadóttur (1928-1974) eru Guðrún Kristjánsdóttir (f. 1950), Erla Þórarinsdóttir (f. 1955), Guðrún Benónýsdóttir (f. 1969), Hekla Dögg Jónsdóttir (f. 1969), Dodda Maggý (f. 1981), Lilja Birgisdóttir (f. 1983), Katrín Agnes Klar (f. 1985) og Ingibjörg Sigurjónsdóttir (f. 1985). Sýningarstjóri er Kristín Dagmar Jóhannesdóttir.
Verk Gerðar Helgadóttur eru einnig sýnd í Safnaðarheimili Kópavogskirkju þ.m.t. tillögur hennar fyrir altaristöflu í Kópavogskirkju.
Sýningin er hluti af dagskrá 29. Listahátíðar í Reykjavík 2015 og hlýtur stuðning frá 100 ára kosningarétti kvenna.
//
Illumination
Illumination is an exhibition of works by contemporary Icelandic artists inspired by stained-glass windows by Gerður Helgadóttir (1928-1975) in Skálholt Cathedral, Kópavogur Church, and elsewhere. The exhibition aims to consider places such as museums and churches, and the rituals that take place there: whether formal, casual or solemn, they clearly influence the perception and experience of the observer/participant. Gerður‘s window designs for Kópavogur Church are characterised by rhythmic forms and a colour palette which create a “shrine“ of flowing shapes without any overt religious symbolism – the aim is more to touch the observer at a universal, emotional level. “Ecclesiastical” or “religious” themes will, by the same token, give way to broader approaches, bringing out the universal human, spiritual, phenomenological or mystical character of the works of contemporary artists.
Participating artists, in addition to Gerður Helgadóttir (1928-1974): Guðrún Kristjánsdóttir (b. 1950), Erla Þórarinsdóttir (b. 1955), Guðrún Benónýsdóttir (b. 1969), Hekla Dögg Jónsdóttir (b. 1969), Dodda Maggý (b. 1981), Lilja Birgisdóttir (b. 1983), Katrin Agnes Klar (b. 1985) and Ingibjörg Sigurjónsdóttir (b. 1985).
Curator Kristín Dagmar Jóhannesdóttir.
Works by Gerður Helgadóttir exhibited at the Kopavogur Church Congregation Hall.
The exhibition is part of the 29th Reykjavík Arts Festival 2015.
Guðsþjónusta 17. maí, kl.11:00
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirGuðsþjónusta verður sunnudaginn 17. maí kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Peter Máté.
Guðsþjónusta á Uppstigningardegi
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirÁ Uppstigningardegi 14. maí kl.14:00 verður guðsþjónusta í Kópavogskirkju á degi aldraðra í Þjóðkirkjunni. Sr. Sveinn Valgeirsson, prestur í Dómkirkjunni prédikar og sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur Kópavogskirkju þjónar fyrir altari.
Félagar úr karlakórnum Mosfellsbræður og kvennasönghópurinn “Boudoair” syngja. Kórstjórar eru: Julian Hewlett og Kristín Sigurðardóttir.
Á eftir guðsþjónustu býður sóknarnefnd Kársnessóknar upp á kaffi og með því í safnaðarheimili, Kópavogskirkju “Borgum”. Ofangreindir kórar taka þá einnig lagið.
Allir hjartanlega velkomnir.
Helgihaldið í sumar í Kópavogskirkju
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirGuðsþjónustu- og messuskrá í Kópavogskirkju, sumarið 2015
10. maí, kl.11:00 Tónlistarmessa Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt djákna Aðalsafnaðarfundur eftir messu
14. maí, kl.14:00 Guðsþjónusta Uppstigningardagur. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar Dagur eldri borgara í Þjóðkirkjunni
17. maí, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari
24. maí, kl.11:00 Hátíðarguðsþjónusta Hvítasunnudagur. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
31. maí, kl.11:00 Guðsþjónusta Þátttakendur frá “Ormadögum” taka þátt
7. júní, kl.11:00 Messa Sjómannadagurinn.
14. júní, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari
21. júní, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari
28. júní, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari
5. júlí, kl. 11:00 Guðsþjónusta Sr. Sigfús Kristjánsson, prédikar og þjónar fyrir altari
12. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta Sr. Sr. Guðni Már Harðarson,prédikar og þjónar fyrir altari
19. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta Sr. Magnús Börn Björnsson, prédikar og þjónar fyrir altari
26. júlí, kl.11:00 Guðsþjónusta Sr. Guðmundur K. Brynjarsson, prédikar og þjónar fyrir altari Þorvaldur Halldórsson annast tónlist
2. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta Sr. Sr. Magnús Björn Björnsson, prédikar og þjónar fyrir altari
9. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta Sr.Sveinn Alfreðsson, prédikar og þjónar fyrir altari
16. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari
23. ágúst, kl.11:00 Guðsþjónusta Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari
30. ágúst, kl.11:00 Messa Fermingarbörn, vorið 2016 og foreldrar þeirra sérstaklega boðaðir. Fundur á eftir um ferms.