Guðsþjónusta 10. maí og aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 10. maí n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttir, djákna. Kór Kópavogskirkju syngur. Á eftir guðsþjónustu verður aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar í safnaðarheimilinu Borgum.

Allir velkomnir.

Mál dagsins 5. maí n.k.

Mál dagsins hefst klukkan 14:30 fimmta maí n.k. Samsöng stjórnar Friðrik Kristinsson. Klukkan 15:10 heldur Gunnar Örn Arnarson, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni um störf sín. Kaffi er drukkið kl.15:30 og stundinni lýkur með stuttri helgistund kl. 16:00.

Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 3. maí n.k.

Guðsþjónusta með óhefðbundu sniði verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 3. maí, klukkan 11:00. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, hérðastprestur prédikar og þjónar fyrir altari. “Gosukórinn” syngur undir stjórn Lindu Cardrew. Nemendur úr Gítarstofu Steingríms flytja tónlist.

Óskilamunir

Þó nokkuð af fatnaði hefur safnast upp undanfarin ár. Meðfylgjandi myndir voru teknar af munum á uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfsins 26. apríl sl.

Um miðjan maímánuð verður munum, sem ekki er búið að vitja, komið til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Skrifstofa Kópavogskirkju, sem staðsett er í safnaðarheimilinu Borgum er opin virka daga á milli 09:00-13:00.

skilamunir-2-e1430141997736-373x500 skilamunir-e1430142069415-373x500

Uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfsins

Uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfsins var haldin sunnudaginn 26. apríl s.l.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri.

26.-apríl-1-500x500 26.-apríl-4-e1430141746799-500x373

Starf fyrir 1.-4. bekk og Sunnudagaskólinn

Starfið hefst aftur í september n.k.

Guðsþjónusta 4. maí n.k.

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 3. maí, klukkan 11:00. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, hérðastprestur prédikar og þjónar fyrir altari. “Gosukórinn” syngur undir stjórn Lindu Cardrew. Nemendur úr Gítarstofu Steingríms flytja tónlist.

Mál dagsins 28. apríl n.k.

Næsta “Mál dagsins” verður þriðjudaginn 28. apríl n.k. kl. 14:30-16:00. Stundin hefst að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 flytur Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur erindi um “Hjartaheilsu”. Um kl. 15:30 er drukkið kaffi. Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn.

Óskilamunir

Í vetur hefur töluvert af óskilamunum orðið eftir í safnaðarheimilinu Borgum og Kópavogskirkju. Eftir uppskeruhátíð barnastarfsins sunnudaginn 26. apríl n.k. verður hægt að nálgast þá í safnaðarheimilinu.

Við hvetjum alla sem hafa sótt starfið hjá okkur og sakna einhvers að kíkja í safnaðarheimilið. Það sem ekki verður sótt verður gefið til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Uppskeruhátíð barnastarfsins 26. apríl n.k.

Uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfs Kópavogskirkju verður sunnudaginn 26. apríl n.k. í Kópavogskirkju kl.11:00. Eftir barna- og fjölskylduguðsþjónustu í kirkjunni verða hoppukastalar við eða í (fer eftir veðri) safnaðarheimilinu Borgum. Boðið verður upp á pylsur og djús.

Allir hjartanlega velkomnir.