Fermingar 2016 í Kópavogskirkju

Síðsumarsfermingarnámskeið verður 17. til 21. ágúst, 2015 frá kl. 9:30-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Messa 30. ágúst og fundur með foreldrum eftir messu.

Fermingarnámskeið í Vatnaskógi miðvikudaginn 7. október, 2015.

Vetrarfermingarfræðsla (þau sem eru ekki í síðsumarfermingarfræðslunni):

Tímar í september, 7, 14, 21, 28, 2015
Tímar í október, 5, 12, 19, 26, 2015
Tímar í nóvember, 2, 9, 16, 23 og 30 ,2015
Tíamr í desember, 14, 2015
Tímar í janúar, 18, 25, 2016
Tímar í febrúar, 1, 8, 15, 22, 29, 2016
Tímar í mars, 7, (próf) ,2016

Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp):

28. september, 26. október, 30. nóvember og 14. desember, 2015.
25, janúar, 29. febrúar og 7. mars, 2016.

Kennt er frá kl. 16:00-16:40

Aukatímar gætu orðið á laugardögum kl. 11:00 ef einhverjir komast ekki á fyrirframskipulögðum fræðslutímum. Það yrði auglýst síðar.

Í haust förum við í Vatnaskóg og dveljum þar í einn dag. Farið verður í Vatnaskóg miðvikudaginn 7. október kl. 8:00 frá Kópavogskirkju og komið til baka að Kópavogskirkju eftir kvöldmat í Vantaskógi.

Bækurnar sem eru notaðar heita: Con Dios og Kirkjulykill (fást í bókabúðum og Kirkjuhúsinu á Laugarvegi).

Einnig getið þið samið við fermingarbörn frá því á síðasta ári um not eða kaup á bókinni. Mikilvægt er að eignast bókina strax, svo við getum verið samferða í tímunum. Einnig skal hafa með sér í alla tíma A4 verkefnabók.

Messur í vetur!

Fermingarbörnin eru hvött til að sækja helgihald eins vel og unnt er. Messur og guðsþjónustur eru á sunnudögum kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Sunnudagaskólinn hefst að öllu jöfnu í kirkjunni nema annað sé auglýst á heimasíðu Kópavogskirkju.

Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að taka með sér „Kirkjulykilinn“ og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni. Fermingarbörn skrá sig hjá kirkjuverði eftir hverja messu. Foreldrar eru einnig hvött til að sækja helgihaldið með sínum unglingum.

Í messunum og guðsþjónustunum er beðið um að fermingarbörn taki tillit til annarra kirkjugesta og hafa í huga að þau eru á helgum stað. Beðið eru um að farsímar séu ekki í notkun á meðan helgihaldinu stendur, það sé slökkt á þeim.

Næsta vetur verða tveir fundir með foreldrum fermingarbarna.

Fyrri fundurinn verður sunnudaginn 30. ágúst, 215 eftir messu kl. 11:00.

Seinni fundurinn verður eftir messu kl.11:00 sunnudaginn 31. janúar, 2016 og þá verður rætt um fermingarathöfnina og framkvæmd hennar. Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi á þessa fundi.

Fermingardagar 2016 verða sem hér segir:

Pálmasunnudagur 20. mars
kl. 11:00

Skírdagur 24. mars, 2016
Kl. 11:00

Fermingarbörn geta valið fermingardaga eins og undanfarin ár. Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.

Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju:

Pálmasunnudag 20. mars, kl. 11:00, þá verður æft 18. og 19. mars kl. 16:00-17:00.

Skírdag 24. mars, kl.11:00, þá verður æft 21. og 22. mars, kl. 16:00-17:00.

Kópavogskirkja á heimasíðu:
www.kopavogskirkja.is
Þar leitumst við að hafa allar upplýsingar um starfið og ýmsa aðra þætti.

VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM (kopavogskirkja@kirkjan.is). MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA.

Tónlistarmessa 19. apríl

Tónlistarmessa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 19. apríl n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni og er í stjórn þeirra: Odds Arnar, Bjarma og Ágústu.

Til messunar eru boðuð sérstaklega fermingarbörn vorsins 2016 og foreldrar og forráðamenn þeirra. Eftir messu verður fundur í kirkjunni, þar verður fjallað um fermingarstarfið næsta vetur og fermingarnar.

Mál dagsins 14. apríl

Mál dagsins verður þriðjudaginn 14. apríl í safnaðarheimilinu Borgum. Stundin hefst á samsöng kl. 14:30 í umsjón Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Um kl. 15:10 mun Kristín Hauksdóttir, sýningarstjóri í Þjóðleikhúsinu halda erindi. Klukkan 15:30 er boðið upp á kaffi og með því. Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Allir hjartanlega velkomnir.

Kópavogskirkja upplýst bláum lit

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er haldinn um allan heim 2. apríl ár hvert og er fólk um allan heim hvatt til að klæðast bláum fötum þennan dag til að vekja athygli á málefninu. Þar sem 2. apríl bar upp á Skírdag í ár verður blái dagurinn haldinn þann 10. apríl og Kópavogskirkja upplýst bláum lit af þessu tilefni til 17. apríl n.k.

Staðreyndir um einhverfu:

  • 1 af hverju 88 barni fæðist með röskun á einhverfurófi
  • Hjá drengjum eru líkurnar 1 á móti 54 – fimm sinnum meiri en hjá stúlkum
  • Einhverfa er fötlun – ekki sjúkdómur (algengur misskilningur) og því ólæknandi
  • Það skiptir sköpum fyrir einhverfa að fá viðeigandi þjálfun eins fljótt og hægt er

Nánari upplýsingar um einhverfu er að finna á einhverfa.is og greining.is. Þeim sem vilja fræða börn um einhverfu er jafnframt bent á skemmtilegt YouTube myndband eftir Jóhönnu Ýr Jónsdóttur sem kallast “Introvert” sem ætlað er að útskýra einhverfu á einfaldan hátt. Hægt er að nálgast myndbandið hér.

Guðsþjónusta 12. apríl

Guðsþjónusta verður 12. apríl n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni og flyst eftir guðsþjónustuupphaf í safnaðarheimilið Borgir.

Allir velkomnir.

Starf fyrir 1.-4. bekk

Starf fyrir 1.-4. bekk verður miðvikudaginn 8. apríl n.k í safnaðarheimilinu Borgum. Frá kl. 14:00-15:00 fyrir 3.-4. bekk og frá kl. 15:30-16:30 fyrir 1.-2. bekk.

Allir hjartanlega velkomnir.

Málþing 11. apríl: Upprisan í sálmum og predikun Lúthers

Laugardaginn 11. apríl kl. 13:30-16:00 verður haldið málþing í Neskirkju, undir yfirskriftinni: Upprisan í sálmum og prédikun Lúthers.

Málþingið er einn af mörgum viðburðum sem nefnd um fimm alda minningu siðbótarinnar stendur fyrir í tilefni af því að árið 2017 verða liðin 500 ár frá því að Marteinn Lúther hengdi greinarnar 95 á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg. Sá atburður er talinn marka upphaf siðbótarinnar.

Á málþinginu verða flutt eftirtalin erindi:

  • Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson: „Sáð er forgengilegu, en upp rís óforgengilegt“ – Um dauða og upprisu í guðfræði Lúthers.
  • Dr. Einar Sigurbjörnsson: „Á hólm við dauðann Guðs son gekk“ – Um páskasálma Lúthers.
  • Dr. Margrét Eggertsdóttir: Hveitikorn þekktu þitt. Upprisan í verkum Hallgríms Péturssonar.

Auk þess mun Margrét Bóasdóttir leiða söng þar sem sálmar Lúthers verða kynntir. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup, stýrir umræðum.

Boðið verður upp á kaffi og er málþingið öllum opið.

Mál dagsins 7. apríl, 2015

Mál dagsins verður að venju þriðjudaginn 7.apríl n.k. og hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Um kl. 15:10 heldur Jón Þórhallsson erindi um Wilhelm Beckmann, listamann. Um kl. 15:30 er boðið upp á kaffi og með því. Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Allir hjartanlega velkomnir.

Helgihald í Dymbilbiku og um páska

2. apríl, kl.11:00. Skírdagur. Ferming. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttir, djákna.

3. apríl, kl.11:00. Föstudagurinn langi. Guðsþjónusta.

3. apríl, kl.13-16:00. „Passíusálmar í tali og tónum.“ Lestur á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar og tónlistarflutningur.

5. apríl, kl. 08:00. Páskadagur. Hátíðarguðsþjónusta með tónlagi sr. Bjarna Þorsteinssonar. Veitingar að lokinni guðsþjónustu í safnaðarheimilinu Borgum.

5. apríl, kl. 09:45. Páskadagur. Göngutúr um Kársnesið með leiðögn. Lagt af stað frá safnaðarheimilinu Borgum. Leiðsögn annast Frímann Ingi Helgason og Þorleifur Friðrikssson

Passíusálmalestur í Kópavogskirkju á föstudaginn langa 3. apríl n.k.

Passíusálmalestur í Kópavogskirkju, föstudaginn langa 3. apríl n.k. Kl. 13.00 – 16.00 verða lesnir valdir passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar, prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.

Lesarar sem flytja sálmana eru á öllum aldri sá, yngsti 13 ára, Hekla Martinsdóttir Kolmar, nemandi í Kársnesskóla. Auk hennar lesa, sr. Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup. Gunnlaugur V. Snævarr, áhugamaður um kirkju og kristni , Jónas Ingimundarson, píanóleikari og heiðursborgari Kópavogs, Guðrún Árnadóttir, fyrrum bókavörður og Þórunn Elín Pétursdóttir, söngvari.

Tónlistin fær að njóta sín, Lenka Mátéova kantor Kópavogskirkju leikur á orgel kirkjunnar og leiðir áheyrendur í gegnum sálmalögin sem notuð hafa verið við sálma Hallgríms. Kór Kópavogskirkju syngur og einsöngvarar eru Guðbjörg Björnsdóttir, sópran og Þórunn Elín Pétursdóttir, sópran.

Allir hjartanlega velkomnir en lesturinn verður frá kl. 13.00 – 16.00. Meðfylgjandi er mynd af Heklu Martinsdóttur, yngsta lesaranum.

photo-150x150