Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Mál dagsins 16. desember n.k.
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirMál dagsins 16. desember n.k. hefst kl 14:30 með samsöng. Síðan mun börn af elstu deild leiksskólans Marbakka syngja. Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Mál dagsins hefst aftur eftir jólafrí þriðjudaginn 13. janúar 2015.
Mál dagsins
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirMál dagsins verður þriðjudaginn 9. desember n.k. og hefst að venju kl. 14:30 með samsöng. Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.
Næsti vetrarfermingarfræðslutími
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirNæsti vetrarfermingarfræðslutími verður mánudaginn 15. desember n.k. kl. 15:10 í safnaðarheimilinu Borgum. Vetrarfermingarfræðslan hefst aftur eftir jólafrí mánudaginn 12. janúar 2015 kl. 15:10 í safnaðarheimilinu Borgum.
Jólasöngvar Kórs Kópavogskirkju
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirMiðvikudagur. 10. desember, kl. 20:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, „Borgum“. Jólasöngvar Kórs Kópavogskirkju með þátttöku Kiwanisklúbbsins Dyngju.
Flytjendur: Kór Kópavogskirkju, Hafdís Vigfúsdóttir flauta, Peter Máté píanó, einsöngvarar úr röðum kórfélaga, stjórnandi Lenka Mátéová.
Helgileikur í Kópavogskirkju
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirAnnan sunnudag í aðventu þann 7. desember síðastliðinn sýndu elstu nemendur leiksskólans Kópasteins helgileik í barna- og fjölskylduguðsþjónustu í Kópavogskirkju.
Félagar úr 5. bekk Kársnesskóla sungu undir stjórn Elínar Halldórsdóttur. Á eftir guðsþjónustunni var jólaball í safnaðarheimilinu Borgum. Gengið var í kringum jólatré og Gluggagægir heimsótti ballið.
Barnastarf fellur niður í dag miðvikudaginn 3. desember
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirVegna óviðráðanlegra orsaka fellur barnastarf í 1.-4. bekk niður í dag. Síðasta samvera fyrir jól verður miðvikudaginn 10. desember n.k.
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta og jólaball 2. sunnudag í aðventu
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirAnnan sunnudag í aðventu þann 7. desember næstkomandi verður barna- og fjölskylduguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11:00.
Börn frá leikskólanum Kópasteini flytja helgileik. Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Elínar Halldórsdóttur. Jólaball að guðsþjónustu lokinni í safnaðarheimili Kópavogskirkju, “Borgum”. Þar verður gengið í kringum jólatré, boðið upp á hádegishressingu og von er að rauðklæddum gesti.
Allir að sjálfsögðu velkomnir.
Sameiginleg fermingarfræðsla 2. desember kl. 20:00 í Kópavogskirkju
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirFermingarfræðsla fyrir þau sem tóku þátt í síðsumarsfermingarfræðslu og þau sem taka þátt í vetrarfermingarfræðslu verður í kvöld 2. desember kl. 20:00 í Kópavogskirkju.
Foreldrar fermingarbarna eru hvött til að koma með sínum unglingum.
Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti mun halda erindi og Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Elínar Halldórsdóttur.
Mál dagsins, 2. desember 2014
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirÍ máli dagsins 2. desember mun stundin hefjast að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Um kl. 15:00 mun sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti flytja erindi. Um kl. 15:30 er drukkið kaffi og með því. Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.
Allir hjartanlega velkomnir.
Visitasía vígslubiskups í Skálholti
/in Fréttir/by Lilja Katrín GunnarsdóttirSunnudaginn 30. nóvember n.k. kl. 11:00 mun sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti prédika í messu Kópavogskirkju. Í för með vígslubiskupi verður sr. Gísli Jónasson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi Eystra. Fyrir altari þjóna einnig: sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir, djákni. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni.
Að lokinni messu verður messukaffi í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum.