Fyrirbænastundir á þriðjudögum kl. 12:10 í Kópavogskirkju
Á þriðjudögum kl. 12:10 eru bænastundir í Kópavogskirkju. Eftir bænastundir er boðið upp á hádegisverð gegn vægu gjaldi. Þriðjudaginn 8. nóvember var boðið upp á arabískan mat sem hjónin Nazim og Linda frá Sýrlandi bjuggu til ásamt Steinunni Ólafsdóttur, kirkjuverði. Eldri félagar úr Karlakór Reykjavíkur voru á sama tíma að æfa í safnaðarheimilinu og komu við á leið til kirkju og sungu fyrir viðstadda við mikinn fögnuð.
