Guðsþjónusta 2. nóvember 2014
Sunnudaginn 2. nóvember n.k. verður guðsþjónusta á “Allra sálna messu” í Kópavogskirkju kl. 11:00. Þá er þeirra sérstaklega minnst, sem eru látin. Beðið verður með nafni fyrir þeim, sem sóknarprestur Kópavogskirkju hefur jarðsungið á tímabilinu 20. október 2013- til 20. október 2014 og aðstandendum þeirra er boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar.
Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna. Sunnudagskólinn hefst að venju í kirkjunni á sama tíma en flytur sig síðan í safnaðarheimilið Borgir. Flutt verður tónlist í kirkjunni frá kl. 10:30 og þá gefst kostur að tendra á bænaljósi við altari. Eftir guðsþjónustu verður boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu Borgum. Ásta Ágústsdóttir, djákni mun þá fjalla um sorg og sorgarviðbrögð. Ef tækifæri er til eru þau sem geta beðin um að koma með eitthvað á hádegisverðarhlaðborð í safnaðarheimilinu (opið verður þar frá kl.10:30).
Allir velkomnir.