Guðsþjónusta á aðventu 22/12/24

Það er stundum ys og þys víða á aðventu.  En þegar atið er mest, er mikilvægast að staldra við og minna sig á það sem skiptir mestu máli. Á sunnudaginn 22. desember verður aðventuguðsþjónusta í Kópavogskirkju. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Perla María Hauksdóttir leiðir safnaðarsöng og Elísa Elíasdóttir spilar á píanó. Vertu velkomin/n í Kópavogskirkju á sunnudag.