Guðsþjónusta (allra heilagra messa) 6. nóvember kl. 11:00

 

Sunnudaginn 6. nóvember n.k. verður guðsþjónusta á “Allra heilagra messu” í Kópavogskirkju kl. 11:00.  Þá er þeirra sérstaklega minnst, sem eru látin. Beðið verður með nafni fyrir þeim, sem sóknarprestur Kópavogskirkju hefur jarðsungið  á tímabilinu 20. október 2015- til 20. október 2016 og aðstandendum þeirra er boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar.  Sigurður Arnarson, sóknarprestur mun prédika og Ásta Ágústsdóttir, djákni mun einnig þjóna fyrir altari.Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.Sunnudagskólinn með listasmiðjuívafi hefst kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.Flutt verður tónlist í kirkjunni frá kl. 10:30 og þá gefst kostur að tendra á bænaljósi við altari. Eftir guðsþjónustu verður boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu Borgum.  Ásta, djákni mun þá fjalla um sorg og sorgarviðbrögð. Ef tækifæri er til eru þau sem geta beðin um að koma með eitthvað á hádegisverðarhlaðborð í safnaðarheimilinu (opið verður þar frá kl.10:30).Allir eru hjartanlega velkomnir.