Haustferð
Haustferð Kársnessafnaðar var farin þriðjudaginn 19. september s.l. Fyrst var ekið um vesturbæ Reykjavíkur undir leiðsögn sr. Sigurðar Arnarsonar. Veröld hús stofnunnar Vigdísar Finnbogadóttur var heimsótt. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands tók á móti hópnum og fræddi um starf H.Í. Síðan var húsið skoðað og sýning um Vigdísi. Í hádeginu var snæddur hádegisverður á Hótel Natura og Pétur Johnsson og Arngrímur Jóhannsson, fræddu viðstadda um sögu flugs hér á landi. Síðan var haldið að Gljúfrasteini í Mosfellssdal og húsið skoðað. Bjarki Bjarnason, fræddi hópinn svo um Mosfellsdal og heimsótt var Gallery Hvirfill í eigu Þóru Sigþórsdóttur, kermik listamanns. Ferðinn lauk svo með heimsókn í Mosfellskirkju.