Heimsókn í Mál dagsins frá Boston
Bandarískur drengja- og unglingakór heimsótti “Mál dagsins” 17. mars síðastliðinn. 39 söngvarar sungu og var gerður góður rómur að. Sungu þeir meðal annars á íslensku “Heyr himnasmiður” og “Á Sprengisandi”.
Á eftir þáðu þeir ásamt kennurum sínum veitingar og hrósuðu þeir íslensku kleinunum sérstaklega.