Kirkjuhlaup á aðventu í Kópavogi
Hlaupið var á milli kirkna í Kópavogi í morgunn og tóku yfir 100 manns þátt í hlaupinu. Hlaupið er samvinnuverkefni á milli Hlaupahóps Breiðabliks og Kópavogskirkju. Í upphafi var safnast saman í Kópavogskirkju og farið yfir hlaupa- og gönguleiðir en gönguhópur tók nú þátt í fyrsta sinn. Lenka Mátéová, kantor Kópavogskirkju lék á orgel kirkjunnar og viðstaddir sungu saman „Bjart er yfir Betlehem“. Að loknu hlaupi og göngu var safnast saman í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum en þar var í boði heitt súkkulaði og piparkökur.