Kór Kópavogskirkju á ferðalagi í Lundúnum ásamt kantor og sóknarpresti
Sunnudaginn 15. mars síðastliðinn söng Kór Kópavogskirkju ásamt Kór Íslendinga í Lundúnum í guðsþjónustu íslenska safnaðarins í Sænsku kirkjunni í Lundúnum. Lenka Mátéová, kantor Kórs Kópavogskirkju lék á orgel og Helgi Már Ingvarsson, stjórnaði.
Eitt barn var borðið til skírnar. Sr. Sigurður Arnarson, prédikaði og þjónaði fyrir altari. Í kirkjukaffinu á eftir söng Kór Kópavogskirkju fjögur lög.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.