Óperuganga á Borgarholti
1. – 5. júní 2016
Óperudagar í Kópavogi er ný óperuhátíð skipulögð af ungu tónlistarfólki. Hátíðin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
Á hátíðinni geta gestir farið í Óperugöngu og Krakkagöngu í hjarta bæjarins; ný íslensk FótboltaÓpera verður frumflutt og tvær stuttar óperuuppfærslur, Selshamurinn og Poppea Remixed, líta dagsins ljós í Leikfélagi Kópavogs.
Í Gerðarsafni er boðið upp á fjölbreytta dagskrá, þar á meðal hollenska popp-dúóið Sommerhus, sem leikur hugljúf lög í Garðskálanum í kvöld, miðvikudaginn 1. júní, og kabarettkvöld í Garðskálanum á föstudaginn 3. júní. Óperuganga og Krakkaganga með óvæntum atriðum hefst einnig í Gerðarsafni og fara göngurnar fram á föstudag til sunnudags.
Hér að neðan má sjá alla dagskrá Óperudaga en allir viðburðir eru ókeypis fyrir utan hádegistónleika í Salnum.
|
|