Rétt undir sólinni
Sunnudaginn 10. desember n.k. kl.11:00 verður bókmenntaguðsþjónusta í Kópavogskirkju. Halldór Friðrik Þorsteinsson, segir frá nýútkominni ferðasögu sinni um vestur og suðurhluta Afríku „Rétt undir sólinni“. Lesið verður upp úr bókinni og Halldór mun segja frá. Leikin verður tónlist tengd efni bókarinnar.