Safnaðarstarfið

Kór Kópavogskirkju telur 30 félaga. Skiptingin milli radda er í góðu jafnvægi og er það mjög ánægjulegt og gefandi fyrir bæði kórstjóra og kórfélaga að vinna í svo vel skipuðum hópi.Meðal kórfélaga er að finna bæði menntaða söngvara og vel þjálfada áhugamenn .

Kórinn æfir að jafnaði einu sinni í viku, á miðvikudögum frá  kl.19.30 – 22.00 frá mánaðarmótum ágúst-september og út maí ár hvert. Á þessum æfingum er ýmist allur kórinn mættur eða tímanum skipt milli radda. Þegar mikið stendur til, er bætt við æfingum á laugardögum.

Aðalstarf kórsins er að syngja við messur og guðsþjónustur og er kórnum skipt í hópa sem syngja til skiptis á sunnudögum.

Tónlistarmessur verða einnusinni á mánuði og þá er sérstök áhersla lögð á tónlistarflutning, kór kirkjunnar kynnir nýja sálma og flyttur t.a.m. stærri verk.

Reglulega syngur kórinn tvenna tónleika á ári

Sunnudagaskólinn

Barnastarf

Mál dagsins

Æskulýðsstarf

Bæna- og kyrrðarstundir

Bæna- og kyrrðarstundir
Á  þriðjudögum frá september til maí  kl. 12:15 er bæna- og kyrrðarstundir í Kópavogskirkju.  Léttur hádegisverður á eftir í safnaðarheimilinu Borgum.

Bæna- og blessunarhópur

Bæna- og blessunarhópur kemur saman á mánudögum í Borgum milli kl 17:30 og 18:45. Þetta er sjálfsprottinn hópur sem nýtur þess að koma saman einu sinni í viku og eiga griðarstað í safnaðarheimilinu í Borgum og njóta þess að dvelja saman í friði fyrir amstri dagsins. Allir eru velkomnir og engin er skyldugur að taka þátt en getur notið þess að vera bara með.