Safnanótt í Kópavogi
Safnanótt föstudag 2. febrúar
Kópavogskirkja: Bæjarbúar eru hvattir til að safnast saman kl. 18:00 fyrir utan Kópavogskirkju þegar kveikt verður á tilkomumiklu verki Steinunnar Eldflaugar / dj. flugvél og geimskip, sem varpað verður á kirkjuna. Steinunn lætur ekki þar við sitja og býður gestum með sér í geimferð í kirkjunni sjálfri þar sem kannaðar verða óravíddir geimsins með tónlist og töfrandi upplifun sem enginn verður svikinn af.
Bókasafn Kópavogs: Í Bókasafninu verður boðið upp á spennandi þrautabraut í anda Stjörnustríðsmyndanna og hetjur myndanna etja kappi og keppa um hylli gesta. Stjörnu-Sævar mætir og ræðir um geimverur og leyndardóma þeirra. Gunni Helga býður upp á stjörnuritsmiðju en auk þess verða fleiri smiðjur í gangi fyrir alla aldurshópa. Dagskrá Bókasafnsins lýkur með heimsókn Jóns Gnarr sem les upp úr og fjallar um bókina Þúsund kossar.
Salurinn: Bæjarlistamaður Kópavogs, Sigtryggur Baldursson, lætur að sér kveða um á Vetrarhátíð. Á Safnanótt bjóða hann, Jón Ólafsson ásamt fleiri tónlistarmönnum bæjarbúum til tónleika í Salnum þar sem farið er yfir litríkan feril bæjarlistamannsins. Á Sundlauganótt, sem haldin er í Kópavogslaug laugardaginn 3. Febrúar, flytur Sigtryggur ásamt félögum í ManKan magnaðan tónlistargjörning sem ómar á sundlaugabakkanum og ofan í vatninu.
Gerðarsafn: Í Gerðarsafni verður boðið upp á leiðsagnir um ný opnaða ljósmyndasýningu, Líkamleiki og boðið upp á spennandi smiðjur tengdar henni; teiknismiðju og verkefni sem tengjast sjálfum (selfies).
Náttúrfræðistofa: Sýnir fjölbreytileg stjörnulega dýr í tilefni dagsins og býður til rannsóknarseturs og umfjöllunar um plast í sjó. Þar verður sjónum einnig beint að neyslu og sóun, sér í lagi fatasóun.
Héraðsskjalasafnið: Setur upp örsýningu um Kópavogsfundinn og fullveldið og býður auk þess upp á áhugaverðan fyrirlestur um sauðfjárbúskap í Kópavogi og nágrenni. Einnig verða sýnd þar og fjallað um forvitnileg myndskeið úr Kópavogi frá seinni hluta 20. aldar.
Garðskálinn í Gerðarsafni sér um að allir verði vel nærðir á meðan á hátíðinni stendur og býður upp á spennandi taco matseðil fyrir alla fjölskylduna á sanngjörnu verði. Undir lok Safnanætur verður hægt að setjast niður í huggulegheitum í Garðskálnum undir góðri DJ tónlist við allra hæfi.
Molinn: Í Molanum verða sýndar fjórar áhugaverðar stuttmyndir í Molanum. Myndirnar eiga það sameiginlegt að allar hafa þær verið gerðar í starfsemi Molans ungmennahúss í Kópavogi undanfarin ár. Sýningin hefst klukkan 19:30 og verða myndirnar sýndar á klukkutíma fresti til lokunar.
Sundlauganótt laugardaginn 3. febrúar
Á laugardeginum hefst sundlauganótt og mun ljósadýrðin vera við völd í Kópavogslaug frá kl. 19-22. Tanya frá Heilsuskólanum í Kópavogi leiðir aqua zumba undir dúndrandi tónlist og diskóljósum, hinn glæsilegi tónlistarhópur, Between Mountains, sem bar sigur úr býtum í Músíktilraunum 2017, treður upp og botninn í hátíðna slær bæjarlistamaðurinn Sigtryggur Baldursson í slagtogi með ManKan í gjörningnum Undir með vitund í innilauginni. Risa ásláttarhljóðfæri leikur þar aðalhlutverkið en það er tengt hljóðgervlum og myndvörpum og tónlistinni streymt úr hátölurum sem staðsettir eru upp á bakka og ofan í lauginni.