Samkomubann
Kópavogskirkja verður opin á skrifstofutíma, virka daga frá kl. 9:15-13:00 eins og verið hefur.
Kapellan í safnaðarheimilinu Borgum og kirkjan eru opin eftir samkomulagi eins og verið hefur.
Fólki er velkomið að eiga þar sína stund með Guði eða fá fyrirbæn, sé þess óskað.
Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir settu sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir, djákni verða á vaktinni til að sinna sálgæslu, bæði einstaklingsviðtölum og viðtölum í gegn um síma. Best er að panta viðtal eða símtal með því að hringja í síma 554 1898 á skrifstofutíma eða senda tölvupóst á: sjofnjo@simnet.is eða asta.agustsdottir@kirkjan.is
Hefðbundið helgihald og safnaðarstarf fellur niður á meðan samkomubann ríkir. Kirkjan mun verða opin á guðsþjónustutíma milli kl. 11.00 og 12.00 á sunnudögum, þar sem unnt er að eiga notalega stund. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir mun leiða bænastund einnig mun Lenka Mátéová, kantor kirkjunnar sjá um tónlistarflutning. Við biðjum kirkjugesti að virða tilmæli Landlæknis um tveggja metra millibil milli kirkjugesta.
Fermingar vorsins færast til 20. og 27. september n.k. kl. 11:00.