Starfið í Kópavogskirkju á aðventu og jólum.
2. desember kl. 09:00 í Kópavogskirkju. Kirkjuhlaupið í Kópavogi. Fyrst sunginn jólasálmur og hlaupið hefst með kirkjuklukknahringingu, hlaupið verður á milli nokkurra kirkna í Kópavogi. Eftir hlaupið er boðið upp á hlaupavænar veitingar í safnaðarheimilinu Borgum.
3. desember. Fyrsti sunnudagur í aðventu. Barna – og fjölskylduhelgistund með þátttöku Skólakórs Kársnes undir stjórn Þóru Marteinsdóttur. Tendrað á friðarloga frá skátum. Jólaball verður í safnaðarheimilinu Borgum að lokinni guðsþjónustu. Rauðklæddur gestur kemur í heimsókn. Engin aðgangseyrir.
10. desember. Annar sunnudagur í aðventu. “Rétt undir sólinni”. Bókmenntaguðsþjónusta. Halldór Friðrik Þorsteinsson, segir frá bók sinni um hálfsárs ferðalag um vestur- og stuður hlutla Afríku. Lesið verður upp og flutt tónlist, sem tengist efni bókarinnar á einhvern hátt.
13. desember kl.20:00. “Fagnið þeim boðskap” Jólatónleikar Kórs Kópavogskirkju í safnaðarheimilnu Borgum. Meðleikari með kórnum verður Peter Máté. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga. Aðgangur er ókeypis og boðið verður á heitt súkkulaði og piparkökur að tónleikum loknum.
17. desember. Þriðji sunnudagur í aðventu Guðsþjónusta. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari.
24. desember, Aðfangadagur,
kl15:00. Beðið eftir jólunum. Fjölskylduhelgistund. Stór hópur barna úr Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.
Kl. 17.30 Brasstríó og Lenka Mátéová, organisti flytja hátíðartónlist
KL 18 Aftansöngur á Aðfangadag. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. María Jónsdóttir syngur einsöng .
25. desember. Jóladagur. Kl. 14:00. Hátíðarguðsþjónusta. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar.
25. desember. Jóladagur. Kl 15:15. Hátíðarguðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
31. desember. Gamlársdagur. Kl. 18:00. Aftansöngur. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. María Jónsdóttir syngur einsöng.
1. janúar. Nýjársdagur. Kl. 14:00. Helgi Ágústsson, fyrrverandi sendiherra flytur hátíðarræðu. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Sóknarprestur, prédikar og þjónar í öllum guðsþjónustum nema annað sé tekið fram. Kór Kópavogskirkju syngur í öllum guðsþjónustum undir stjórn Lenku Mátéová nema annað sé tekið fram. Nánar á www.kopavogskirkja.is