Styrkur frá Lionsklúbbi Kópavogs
Nýverið afhennti Lionsklúbbur Kópavogs, Kársnessöfnuði styrk upp á 500.ooo kr. til viðhalds á gluggum og glerlistaverkum Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju. Hluti framlagsins er ágóði af Skötuveilsu klúbbsins, sem haldin var í desember s.l. í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgu. Sóknarnefnd, sóknarprestur og starfsfólk kirkjunnar þakka innilega þetta góða framlag.