Sumarferming í Hjallakirkju 22. ágúst síðstliðinn
Fimm unglingar fæddir árið 2007 úr Kársnessókn fermdust í Hjallakirkju 22. ágúst síðastliðinn en núna standa yfir fram á haust umfangsmiklar endurbætur á steindu gleri Gerðar Helgadóttur á vesturhlið Kópavogskirkju og orgeli kirkjunnar. Digrannes- og Hjallasöfnuður skaut því yfir okkur skjólshúsi og erum við mjög þakklát fyrir hjálpina og stuðninginn að þessu sinni, sem endranær. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur Kópavogskirkju prédikaði og þjónaði og félagar úr Kór Kópavogskirkju sungu undir stjórn Lenku Mátéová. Meðfylgjandi mynd var tekin af skóm fermingarbarnanna áður en fermingin fór fram.