Kór Kópavogskirkju
Kór Kópavogskirkju hefur starfað undir stjórn Lenku Mátéová frá hausti 2007. Meðal kórfélaga er að finna bæði menntaða söngvara og vel þjálfaða áhugamenn. Kórinn æfir að jafnaði einu sinni í viku, á miðvikudögum frá kl.19.30 – 22.00 frá mánaðarmótum ágúst-september og út maí ár hvert. Á þessum æfingum er ýmist allur kórinn mættur eða tímanum skipt milli radda. Þegar mikið stendur til, er bætt við æfingum á laugardögum. Aðalstarf kórsins er að syngja við messur og guðsþjónustur og er kórnum skipt í hópa sem syngja til skiptis á sunnudögum. Tónlistarmessur eru einnu sinni á mánuði og er sérstök áhersla lögð á tónlistarflutning. Reglulega syngur kórinn tvenna tónleika á ári. Allar nánari upplýsingar má fá hjá kantor kirkjunnar, netfang: lenkam@internet.is
Skólakór Kársnes
Kórinn syngur mánaðarlega yfir veturinn í barna- og fjölskylduhelgistundum yfir veturinn undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.
Steindir gluggar
Steindir gluggar listakonunnar Gerðar Helgadóttur, sem prýða Kópavogskirkju setja mikinn svip á hana og ljá henni yfirbragð helgi friðar og listrænnar fágunar.
Altarismynd eftir listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur var sett upp árið 1990 og er hún byggð á frásögn í 13. kafla Jóhannesar-guðspjalls um það hvernig Kristur laugaði fætur lærisveina sinnan á Skírdagskvöld.
Listakonan Barbara Árnson gerði mynd sem er í kirkjunni og sýnir Jesú blessa börn. Barbara gerði einnig fjórar myndir, unnar í messing sem eru á predikunarstól kirkjunnar.
Mynd í anddyri kirkjunnar af Jesú Kristi er gerð af listamanninum Benedikt Gunnarssyni. Mynd sýnir Jesú með lokuð augu og að baki má sjá glitta í Jerúsalem.
Síðustu ár hafa nemendur í 2. bekk Kársnesskóla sýnt englamyndir, sem unnar eru eftir kynningu á steindum gluggum Gerðar Helgadóttur. Verkefnið leiðir Halldóra ?dóttir, myndmenntakennari í Kársnesskóla.
Orgel
Fyrsta hljóðfærið, sem notað var við guðsþjónustur Kópavogssóknar var harmónium, sem Kópavogsskóli átti. Fljótlega var farið að hugsa til þess, að festa kaup á stærra og betra hljóðfæri. Árið 1955 var vígt orgel í Kópavogskirkju. Það orgel var selt Óháða söfnuðinum í Reykjavík árið 1962. Orgel frá Alfred E. Davis & sön Ltd var keypt til safnaðarins og vígt 24. apríl 1964. Það orgel var mjög viðkvæmt fyrir utanaðkomandi áhrifum svo sem hitabreytingum í kirkjunni sem kölluðu á kostnaðarsamt viðhald. Undirbúningur að kaupum á nýju orgeli hófst þó ekki að alvöru fyrr en 1991. Ákveðið var að taka tilboði frá P. Bruhn & Sön Orgelbyggeri. Það orgel er með 31 rödd, 3 nótnaborð og fetil.
Orgelið var vígt við hátíðlega athöfn 12. janúar 1997