Fyrsta hljóðfærið, sem notað var við guðsþjónustur Kópavogssóknar var harmónium, sem Kópavogsskóli átti. Fljótlega var farið að hugsa til þess, að festa kaup á stærra og betra hljóðfæri. Árið 1955 var vígt orgel í Kópavogskirkju. Það orgel var selt Óháða söfnuðinu í Reykjavík 1962. Orgel frá Alfred E. Davis & sön Ltd var keypt til safnaðarins og vígt 24. apríl 1964. Það orgel var mjög viðkvæmt fyrir utanaðkomandi áhrifum svo sem hitabreytingum í kirkjunni sem kölluðu á kostnaðarsamt viðhald.
Undirbúningur að kaupum á nýju orgeli hefst þó ekki að alvöru fyrr en 1991. Ákveðið var að taka tilboði frá P. Bruhn & Sön Orgelbyggeri. Það orgel er með 31 rödd, 3 nótnaborð og fetil.
Nýtt og glæsilegt orgel var vígt við hátíðlega athöfn 12. janúar 1997.