Í eigu kirkjunnar eru nokkrir skírnarkjólar sem fólk getur fengið lánaða. Nýjasti skírnarkjóllinn, sem heklaður er og hannaður af Ingibjörgu Sigurðardóttur, var færður kirkjunni að gjöf þann 11. maí 2003. Hann þykir afar fallegur og geysivel gerður en það var höfundur hans sem gaf kirkjunni hann.
Úlfur Einar Jónsson var fyrsta barnið sem skírt var í nýja skírnarkjólnum. Ingibjörg Sigurðardóttir, sem gerði kjólinn, heldur hér á honum.
Kjóllinn glæsilegi.