Prestar og djákni

Sigurður Arnarson

Sigurður Arnarson

Sóknarprestur

Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur Kópavogskirkju er fæddur í Reykjavík árið 1967. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1988 og stöðuprófi í þýsku við háskólann í Trier í Þýskalandi árið 1989. Í október árið 1994 lauk Sigurður cand.theol prófi frá Háskóla Íslands. Í maí árið 1995 vígðist Sigurður til Grafarvogsprestakalls. Árið 2002 lauk Sigurður starfsréttindanámi, sem sjúkrahúsprestur (hospital chaplain) við Meriter sjúkrahúsið í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum og þaðan lá leiðin í eitt ár til Lundúna í Bretlandi til að þjóna í námsleyfi þáverandi prests íslendinga á Bretlandseyjum. Frá 1. mars 2004 til 1. desember 2009 þjónaði Sigurður því embætti sem skipaður prestur. Frá 1. desember 2009 tók Sigurður við embætti sóknarprests Kópavogskirkju.

sigurdur.arnarson@kirkjan.is

Ásta Ágústsdóttir

Ásta Ágústsdóttir

Djákni

Ásta Ágústsdóttir, djákni Kópavogskirkju er fædd og uppalin í Reykjavík árið 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1981. Hún lauk BA prófi í guðfræði af djáknaleið frá Háskóla Íslands árið 2007. Ásta er með diploma í sjálgæslufræðum frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands sem hún hlaut árið 2012. Ásta var ráðin til Kársnessafnaðar í júní 2010 og vígðist sem djákni til Kársnesprestakalls 2. október 2011.

asta.agustsdottir@kirkjan.is

Grétar Halldór Gunnarsson

Grétar Halldór Gunnarsson

Prestur

"Grét­ar Hall­dór Gunnarsson, prestur við Kópavogskirkju, er fæddur í Reykjavík árið 1982. Grétar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2003 og kláraði embætt­is­próf í guðfræði frá Há­skóla Íslands árið 2008. Hann út­skrifaðist með meist­ara­próf í guðfræði frá Princet­on Semin­ary árið 2009 og lauk doktors­prófi í guðfræði frá Ed­in­borg­ar­há­skóla árið 2015. Grétar vígðist sem prestur í Grafarvogssókn árið 2016, og sinnti á tímabili stundakennslu við Háskóla Íslands. Árin 2021-2022 þjónaði hann við Ísafjarðarkirkju á Ísafirði. Grétar er nú skipaður prestur við Kópavogskirkju frá og með 15. ágúst 2022.

gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is

Sóknarprestar og djákni Kópavogskirkju

Gunnar Árnason 1962 – 1971
Sóknarprestur Kópavogssóknar,
síðar Kópavogsprestakalls, frá 1952.

Árni Pálsson 1971 – 1990.
Sóknarprestur Kársnesprestakalls.

Þorbergur Kristjánsson 1971 – 1994.
Sóknarprestur Digranesprestakalls.

Ægir Fr. Sigurgeirsson 1990 -2009
Sóknarprestur Kársnesprestakalls.

Sigurður Arnarson 2009 –

Sóknarprestur Kársnesprestakalls

Sjöfn Jóhannesdóttir 2020 -2022

Prestur í Kársnesprestakalli

Grétar Halldór Gunnarson 2022-

Prestur í Kársnesprestakalli

Sigurður Arnarson, sóknarprestur Kárnesprestakalls 2009

Grétar Halldór Gunnarsson,prestur, 2022

Ásta Ágústsdóttir, djákni, 2011-

Settir sóknarprestar við Kópavogskirkju, til skemmri tíma:
Lárus Halldórsson, í þrjá mán. sept. – nóv. 1971.
Guðmundur Örn Ragnarsson, í 6 mán.  1985 – 1986.
Guðni Þór Ólafsson, 1999-2000.
Auður Inga Einarsdóttir 2007-2008