Prestar og djákni
Sigurður Arnarson
Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur Kópavogskirkju er fæddur í Reykjavík árið 1967. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1988 og stöðuprófi í þýsku við háskólann í Trier í Þýskalandi árið 1989. Í október árið 1994 lauk Sigurður cand.theol prófi frá Háskóla Íslands. Í maí árið 1995 vígðist Sigurður til Grafarvogsprestakalls. Árið 2002 lauk Sigurður starfsréttindanámi, sem sjúkrahúsprestur (hospital chaplain) við Meriter sjúkrahúsið í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum og þaðan lá leiðin í eitt ár til Lundúna í Bretlandi til að þjóna í námsleyfi þáverandi prests íslendinga á Bretlandseyjum. Frá 1. mars 2004 til 1. desember 2009 þjónaði Sigurður því embætti sem skipaður prestur. Frá 1. desember 2009 tók Sigurður við embætti sóknarprests Kópavogskirkju.
Ásta Ágústsdóttir
Ásta Ágústsdóttir, djákni Kópavogskirkju er fædd og uppalin í Reykjavík árið 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1981. Hún lauk BA prófi í guðfræði af djáknaleið frá Háskóla Íslands árið 2007. Ásta er með diploma í sjálgæslufræðum frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands sem hún hlaut árið 2012. Ásta var ráðin til Kársnessafnaðar í júní 2010 og vígðist sem djákni til Kársnesprestakalls 2. október 2011.
Grétar Halldór Gunnarsson
"Grétar Halldór Gunnarsson, prestur við Kópavogskirkju, er fæddur í Reykjavík árið 1982. Grétar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2003 og kláraði embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2008. Hann útskrifaðist með meistarapróf í guðfræði frá Princeton Seminary árið 2009 og lauk doktorsprófi í guðfræði frá Edinborgarháskóla árið 2015. Grétar vígðist sem prestur í Grafarvogssókn árið 2016, og sinnti á tímabili stundakennslu við Háskóla Íslands. Árin 2021-2022 þjónaði hann við Ísafjarðarkirkju á Ísafirði. Grétar er nú skipaður prestur við Kópavogskirkju frá og með 15. ágúst 2022.
Sóknarprestar og djákni Kópavogskirkju
Gunnar Árnason 1962 – 1971
Sóknarprestur Kópavogssóknar,
síðar Kópavogsprestakalls, frá 1952.
Árni Pálsson 1971 – 1990.
Sóknarprestur Kársnesprestakalls.
Þorbergur Kristjánsson 1971 – 1994.
Sóknarprestur Digranesprestakalls.
Ægir Fr. Sigurgeirsson 1990 -2009
Sóknarprestur Kársnesprestakalls.
Sigurður Arnarson 2009 –
Sóknarprestur Kársnesprestakalls
Sjöfn Jóhannesdóttir 2020 -2022
Prestur í Kársnesprestakalli
Grétar Halldór Gunnarson 2022-
Prestur í Kársnesprestakalli
Sigurður Arnarson, sóknarprestur Kárnesprestakalls 2009–
Grétar Halldór Gunnarsson,prestur, 2022
Ásta Ágústsdóttir, djákni, 2011-
Settir sóknarprestar við Kópavogskirkju, til skemmri tíma:
Lárus Halldórsson, í þrjá mán. sept. – nóv. 1971.
Guðmundur Örn Ragnarsson, í 6 mán. 1985 – 1986.
Guðni Þór Ólafsson, 1999-2000.
Auður Inga Einarsdóttir 2007-2008