Útvarpsmessa
Útvarpsmessa verður sunnudaginn 26. janúar n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna. Messuþjónar taka einnig þátt í helgihaldinu ásamt fermingarbörnum vetrarins. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum. Eftir messu verður stuttur fundur ásamt fermingarbörnum vetrarins og foreldrum þeirra og forráðafólki.
