Vetrarhátíð í Kópavogi 8. febrúar n.k.
Kópavogskirkja tekur þátt í Vetrarhátíð í Kópavogi 8. febrúar n.k.
Klukkan 18:00-21:30 verður kirkjan opin og gestir geta skoðað muni nokkra muni kirkjunnar og kveikt á kertum við altariströppur. Nemandi kantors kirkjunnar mun æfa sig á orgelið.
Klukkan 18-23 mun Kópavogskirkja og Borgarholtið taka á sig óvenjulega mynd með vörpun úr vídeóverki Hrundar Atladóttur en verkið er tilvísun til náttúrunnar.
Klukkan 18:15-18:45 verður raftónlist eftir Arnljót Sigurðsson flutt í kirkjunni ásamt vídeóverki eftir Hrund.
Klukkan 20:00 mun sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur segja frá nýuppgerðum gluggum Gerðar Helgadóttur í kirkjunni og frá áformum um áframhaldandi endurbætur á öðrum gluggum Gerðar.
Allir hjartanlega velkomnir.