Viðgerðir á Kópavogskirkju

Mynd-ad-kirkju-23.-nóvember-2015-e1448540064491-373x500

Nú er lokið við að fylla í sprungur á ytra birgði kirkjunnar og beðið eftir veðri til að “sílanþvo” hana að utan. Til þess þarf að vera frostlaust og þurrt. Það verk tekur einn dag og að því loknu er hægt að mála kirkjuna. Vonast er til að þessum framkvæmdum ljúki sem fyrst.

Í vor verður síðan unnið við trélista við glerlistaverk Gerðar Helgadóttur. Meðfylgjandi mynd var tekin af kirkjunni 23. nóvember s.l.